Elta evrópska hrunið uppi

EU dream Cartoon movement

Helstu þrenn stefnumál Samfylkingar í utanríkismálum eftir landsfund árið 2009 voru þessi: 1) Aðildarviðræður við ESB, 2) deila fullveldi í stjórnarskrá og 3) stofna málefnanefnd um Evrópumál. Flokkurinn dró síðan VG og aðra með sér í þá utanvegaferð og er enn ákveðinn í þessu, þrátt fyrir augljóst hrun í Evrópu. Þjóðin lætur leiða sig áfram út í fenið og sér ekkert að því að deila fullveldinu í stjórnarskránni með öðrum til þess eins að sjá loksins hvað er í hörmungarpakkanum, eins og það liggi ekki fyrir í fréttum dagsins.

Fórnarkostnaðurinn er hrikalegur, þar sem t.d. orka Utanríkisráðuneytisins ætti að fara í norðurslóðir og samskipti Íslands við aðrar þjóðir vegna þeirra. Ráðuneytin eru undirlögð í að taka upp rómverska lagabálka og láta einfaldar staðbundnar reglur víkja.

Helsti hagnaðurinn af því að ganga í ESB og taka upp glæsta Evru árum síðar átti að vera lægri vextir. Nú er sá falski tími örugglega liðinn. Vextir í Evrulöndum hafa margfaldast og eru nú orðnir ósjálfbærir á Spáni eins og í Grikklandi, Portúgal og víðar.

Nú er lýðnum ljóst að þetta gengur ekki lengur. Látum þá til skarar skríða gegn þessari Evrópu- Hrunstjórn nú þegar með öllum ráðum, í stað þess að fljóta öll að feigðarósi í Arabíska Haustinu.

 

Hér fylgir textinn frá samfylkingin.is

 1. Hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið strax eftir kosningar og bera samninginn undir þjóðaratkvæði.

 2. Setja í stjórnarskrá ákvæði sem heimilar að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum stofnunum og alþjóðastofnunum samkvæmt ákvörðun Alþingis. Slík ákvörðun tekur þvíaðeins gildi að sé staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu.

3. Stofna innan flokksins sérstaka málefnanefnd um Evrópumál. Hún á að hafa forystu um starf flokksins á þessum vettvangi, samhæfa starf annarra málefnanefnda í þessum viðamikla málaflokki og laða til samstarfs og ráðgjafar einstaklinga og hagsmunaaðila sem hafa reynslu og sérþekkingu á einstökum þáttum. Nefndin hafi að auki það hlutverk að stuðla að öflugri upplýstri fræðslu og almennri umræðu um Evrópusambandið og stöðu Íslands og annarra ríkja innan þess á næstu vikum og mánuðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þau eru með Evrópusamb. á heilanum. Við verðum að snúa okkur í vestur,þegar unnið höfum kosningarnar.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2012 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband