Hið sanna andlit EvU

Barroso Reuters

Á meðan Jóhanna Sigurðardóttir spilar á fiðlu og boðar framsal ríkisvalds „vegna alþjóðasamstarfs“, þá boðar Barroso forseti Evrópuráðsins Bandaríki Evrópu, með sameiginlega yfirstjórn banka og fjármálamarkaðar, síðan hagkerfis og stjórmála yfirleitt. En Jóhanna talar um þjóð okkar þar sem „mannréttindi borgaranna séu ávallt tryggð“. Vonlaust er að það gerist í því alríki sem Barroso boðar, þar sem lýðræðishallinn er orðinn svo mikill að fleyið siglir vart lengur.

Barroso fór mikinn og lýsti því, að grundvallarbreytingar verði að eiga sér stað á Evrunni og Evrópskri stýringu. Ómögulegt sé fyrir ríki að hætta við Evruna.

JohannaSig AMX

Nú stefnir í það að Spánn biðji um náðarhöggið, fjárhagsaðstoð ESB. AGS segjast vilja koma að því. Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur nú fengið aukið stýrivald í bankamálum Evrulanda. Þessi þrenna, ESB, AGS og ECB (svokölluð Troika) hefur töglin og hagldirnar í Evrulöndum og ræður öllu sem hún vill í endalausri kröfu um sparnað hjá ríkjum í alvarlegri kreppu. Stjórn Suður- Evrópuþjóða er komin úr höndum þjóðlandanna og yfir á Troikuna.

Jóhanna vill afhenda þessari ólukkuþrennu íslensku þjóðina á silfurbakka í skuldaveislunni miklu í Brussel. Komum í veg fyrir það strax. 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Nú sá ég þessa setningu forsætisráðherra, sem sýnir heilindi ríkisstjórnar hennar:

"...áframhaldandi sóknarfæri í okkar helstu útflutningsgreinum, ekki síst sjávarútvegi og ferðaþjónustu."

Þetta kemur frá flokki sem níðist með sérstökum ráðum á þessum útflutningsgreinum, með ofsköttun og alræðishætti.

Ívar Pálsson, 12.9.2012 kl. 22:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ívar,ég (gamalt smá-peð), er staðráðin í að vinna að því öllum árum,að forða landi okkar frá þeim örlögum,að fléttast inn í þetta sovétsambandsríki. Það er auðséð að Samfó er mikið í mun,að kafa djúpt eftir gömlum syndum manna,sem tengdir eru Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Reyna jafnvel í umræðum á Alþingi að læða inn lymskulegu læsi í málflutning Framsóknar að þeir væru að losa sig við samflot með Sjálfsstæðisfl.,sem staðið hefur nánast allt kjörtímabilið.Eitt er víst við andstæðingar verðum að finna sterka samstöðu og vinna fyrir þá sem harðast berjast gegn stjórninni á Alþingi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 00:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ívar. Það er að koma í ljós, sem var mjög mörgum ljóst, fyrir hrun siðlausa og innanstæðulausa lottó-verðbréfa-fjármálakerfis heimsins og EES-ESB.

Nú er verið að ræða herskyldu á Íslandi.

Það vantaði ekki fordæmingar Elítu-fjölmiðlanna árið 2009 og síðar, þegar sumir bentu á að ESB-aðild kostar herskyldu á Íslandi.

Það er mikilvægt að fólk skilji hvers konar  helvítis-hernaðar-áætlun  er í gangi á bak við tjöldin, í sambandi við ESB-skipulag framtíðarinnar.

Reynsla síðustu áratuga af ESB, eru svo  sannarlega  ekki í samræmi við þær staðreyndir sem blasa við í framtíð ESB.

ESB-friðarhugsjónin kærleiksríka er hædd og svívirt af valdamestu öflum og fjölmiðlum heimsins.

Staðreyndin er að friður og hagnaður kemur ekki úr byssuhlaupi, og hefur aldrei gert.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 11:14

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Helga, takk fyrir innleggin. Vonandi fylgir öll Framsókn skeleggum formanni sínum, þá eru þau atkvæði sterk í baráttunni gegn alræðisstjórninni.

Her ESB er og verður djók, enda hefur hann ekkert umboð, mannafla eða peninga. Nógu erfitt er að stjórna NATÓ núorðið, en vonlaust að stýra Evrópuher. Þegar þýsk- franska bandalagið leysist upp vegna ríkisframlaga og Suður- Evrópu væri undarlegt að hafa þýsk- franskan her (með nokkrum Íslendingum) sem vissi ekki hvorri þjóð hann ætti að hlýða.

Augljóslega fella Íslendingar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu, en kannski búa Jóhanna og Steingrímur J. til svona furðu- spurningalista- skoðanakönnun í staðinn eins og fyrir þann 20. október nk.

Annars gerði makríllinn út um von ESB- sinna um "samning" úr þessum margfræga pakka. Þar er ekki "bara" um milljarða króna að ræða, heldur grundvallar- ákvörðunarrétt um auðlindir Íslands. Nær allt Evrópubatteríið samþykkti aðgerðirnar. Það er nú öll samkenndin.

Ívar Pálsson, 13.9.2012 kl. 17:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ívar. Mér finnst þú horfa fram hjá hrikalegum raunveruleika vopnaframleiðslu og herskyldu-kröfum frá ESB-stjórnsýslunni.

Svíþjóð er gríðarlega öflugt hergagna-framleiðsluríki fyrir ESB-herlegheitin "friðsamlegu".

Margir íslendingar trúa því að Íslands-búar sleppi við herþjálfun og herskyldu innan ESB. Það er blekkingar-áróður stjórnsýslunnar, að telja fólki trú um að allir íslands-búar sleppi við þátt-töku, í raunveruleika ESB-heimsveldisins hernaðarlega og "friðsamlega".

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 19:01

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Írar samþykktu Lissabon sáttmálann á þeim forsendum að verða ævinlega undanþegnir  herskyldu í ESB hernum.

Írar eru samt sagðir aðalforsprakkar hervæðingar gegn íslendingum, ásamt skotum og norðmönnum.

Írskir eru semsagt strax komnir í stríð, þrátt fyrir allt og allt.

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 19:26

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna Sigríður, vopnaframleiðsla er mikil í ESB, enda eru stærstu tvö fyrirtækin EADS & BAE einmitt að ræða sameiningu í dag og verða þá stærsti vopnaframleiðandi í heimi. "Hlutlausu" Svíarnir með Saab hættu við bílinn og héldu áfram að græða á vopnasölunni.

Það sem ég átti við er að ESB- þjóðir eiga nóg með að skipuleggja og fjármagna heri sína án þess að Brussel bætist við. Vonlaust er að ná samstöðu um Evrópuher. Ef hann verður til (af viti) þá skapar hann meiri vandræði heldur en hann á að róa niður. En ef Brussel fer eftir Barroso, Rajoy, Draghi og öllum sameiningarsinnunum, sem stefnir raunar í, þá væri þeim trúandi til að koma herskyldu á, þegar þeir eiga ekki Evrusent eftir til þess að reka herina sína.

Verst að spennan á milli Evrópuþjóða á bara eftir að aukast út í hið óendanlega. Ekkert kemur í veg fyrir það, því miður.

Ívar Pálsson, 13.9.2012 kl. 23:22

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Kolbrún, ESB hefur matreitt Makríldeiluna þannig að allir eru látnir halda að Íslendingar séu auðlindakrimmar í því máli, þegar augljóst er að við höldum stofninum uppi. Þetta veit hinn almenni Íri, Skoti og Norðmaður ekki. Makríll í dag lifir ekki á fæðu í Evrópusambandinu, heldur amk. 27% við Ísland. En ESB ákveður að við fáum 3% hlutdeild!

Ívar Pálsson, 13.9.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband