Sjö mögur ár framundan

7 magrar kyr

ESB- fjárlögin fyrir næstu sjö árin eru svo út úr kú að það minnir á 7 mögru kýrnar sem framundan voru forðum, eftir þær 7 feitu. Engar líkur eru á viðunandi sátt um þessa þúsund milljarða Evra. Ísland passar ekki beint þar inn, sem krafist er hörku- niðurskurðar en hver þjóð er upp á móti annarri í bræðralaginu í Hálsaskógi og ekkert verður skorið niður: 1 „trilljón“ skal það vera.

Bretar veita eðlilega hörðustu móspyrnuna, enda hafa þeir skorið niður hjá sjálfum sér og eru ekki hluti af Evrulöndunum þar sem undir brennur. Þjóðverjar vernda sparnaðinn sinn, Frakkar reyna að breiða yfir ábyrgð sína á skuldum Grikkja og Spánverja, sem eru á barmi glötunar. 

Hvert eiga svo peningar ESB að fara skv. fjárlögunum? Nú stefnir í sameiginlega yfirstjórn, sem Össur virðist blessa. Fénu verður t.d. glundrað í landbúnaðarstyrki til Frakklands, Rúmeníu og Búlgaríu. Trúlegt að alger sátt ríki um það að Suður- Evrópulönd með allt sitt atvinnuleysi og sinn niðurskurð borgi styrki til Austur- Evrópu eða hvers annars í mismiklum mæli eftir því hvar pólitíkin á göngunum lendir hverju sinni, því að ekki skipta kosningar máli í Evrópusambandinu.

Trúi því hver sem vill að 17 Evrulönd og hin 10 ESB-löndin nái samkomulagi um trilljón Evra eyðslu í sjö ár!  


mbl.is Leiðtogar ESB frestuðu fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ívar. Það er númer eitt, tvö og þrjú, að mótmæla vopnaframleiðslu í heiminum.

Þjóðir í ESB geta ekki réttlætt fjármagns-stuðning til vopnaframleiðslu, því það stríðir hreinlega gegn friðarstefnu ESB!

ESB-friðarbandalagið hefur ekki umboð aðildarríkjanna, til að innheimta gífurlegan fjárstuðning til vopnaframleiðslu!

Hvaða ESB-þjóðir greiða mest til vopnaframleiðslu, í ESB-friðarbandalaginu?

Réttlæta þær þjóðir slíkan stuðning með svipuðum rökum, eins og stríðandi fylkingar heimsmafíunnar á Gaza-svæðinu?

Það vantar mjög margar skýringar á friðarstefnu ESB-bandalagsins. Ég minni á að við erum á 21. öldinni, og árið er 2012.

Fortíðin ætti að vera öllu siðmenntuðu fólki heimsins víti til varnar!

Heimurinn þarf ekki þriðju heimsstyrjöldina!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.11.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband