Kína-Ísland fríverslun eða ESB-umsókn

Kina Island fanar

Fríverslunarsamningar Íslands og Kína voru langt komnir þegar ESB- umsóknin frysti ferlið. En nú sér Kína vilja þjóðarinnar gegn ESB- umsókn og setur kraft í málið aftur, þannig að von sé til þess að Ísland verði fyrsta Evrópuríkið með fríverslunarsamning við Kína. Þó er ljóst að af þessu verður ekki fyrr en hætt er við ESB- umsóknina, enda gerir Kína ekki samninga í kross. 

Fjöldi gagnkvæmra tækifæra felast í slíkum fríverslunarsamningi Íslands við Kína. Nú þegar er loftferðasamningur og tvísköttunarsamningur í  gildi á milli landanna. Við eigum að taka þessum vilja Kína vel svo að nýtist báðum þjóðum.

Ólíkt inngöngu í ESB þá er þetta frí- verslunarsamningur. Hann felur t.d. ekki í sér frjálsa för fólks eða inngrip Íslands í innanríkismál Kína. Fólki sem ræðir um slíka samninga hættir oft til þess að vilja blanda þannig óskyldum málum inn í svona samningaferli, sem er ófært, því að annars myndu engar þjóðir standa í svona samningagerð.

En til þess að samningarnir gangi upp, er frumskilyrði að ESB- umsóknin verði dregin til baka nú þegar. 


mbl.is 20 manna sendinefnd frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það eru meiri og stærri tækifæri fyrir Ísland að gera fríverslunarsamning við Kína en að ganga inn í þetta gjaldþrota esb. Tækifæri eru á mörgum sviðum t.d. er millistéttin talin um 100 milljónir og hún hefur sínar þarfir og óskir sem er okkur í hag.

Ómar Gíslason, 12.12.2012 kl. 09:23

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tek undir með þér Ívar. Gríðarleg tækifæri í samskiptum við Kína.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.12.2012 kl. 11:00

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, ólíkt ESB- umsókninni, sem felur í sér skuldbindingahrúgu en mjög lítið umfram EES- samninginn, þá opnast fjölmörg tækifæri við Kína með fríverslunarsamningnum. Við erum örstutt frá helstu Vesturlanda- mörkuðum, sem ætti að nýtast okkur á margan hátt.

Ívar Pálsson, 12.12.2012 kl. 13:44

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir þetta

Sigurður Þórðarson, 14.12.2012 kl. 18:42

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Algerlega sammála síðu ritara og ÓG- SS og SÞ !

Gunnlaugur I., 5.1.2013 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband