Jöklarnir minnka, sama hvað

Hvannadalshnukur IP

Jöklaráðstefnan í HÍ var verulega áhugaverð og opin almenningi eins og mér. Þar kom m.a. fram að sama hvað fólk telur sig geta gert, þá minnka jöklar hratt áfram. Munurinn á óbreyttum aðgerðum manna og mestu hörku gegn losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum er tiltölulega lítill.

Vel gert á Íslandi 

Það minnir mig á kynningu Umhverfisráðuneytis, þar sem sjá mátti að sá munur hjá Íslendingum er hverfandi eða raun enginn (innan mæliskekkju) á heimsvísu, sem sést af því að nær öll rafmagnsframleiðsla okkar fer fram með endurnýjanlegri orku. Þar staðfestist að tækifæri til þess að hægja hitun loftslags (ef það er hægt) er t.d. ekki að finna í álframleiðslu hér, end fer hún hvað best á Jörðu fram á Íslandi.

Náttúran ræður 

Engu munar hvort örfáir Íslendingar keyra á sparneytnari bílum eður ei. Raunar breytist loftslag á jörðu ekkert þó að Íslendingar hverfi allir sem einn til feðra sinna (jú, álframleiðslan fer þá fram annars staðar með brennslu kolvetna). Tölurnar á Íslandi sem öllu máli skipta vegna loftslags eru þær, sem sýna hve mikið, hverju og hve lengi eldgosin okkar spúa sínu út í loftið hverju sinni. Þar geta t.d. klukkutímar skipt verulegu máli, þar sem heildarsparnaður okkar í losun gróðurhúsalofttegunda í 10 ár glatast, eins og t.d. í Grímsvatnagosinu 2011, sem enginn tók eftir, en losaði jafnmikið á einum degi og heilt lengra gos.

Aðlögun er allt 

Jöklar koma og fara. Ísland kólnar og hitnar. En aðlögun er aðalatriði, sem mistókst hjá Íslendingum á Grænlandi þegar kólnaði forðum, en tókst hér eins og Jarred Diamond náttúrufræðingur lýsir svo vel í bókinni „Civilisation“. En nú þarf að aðlaga sig að hitanum, sem er öllu auðveldara, t.d. að virkja hratt- bráðnandi jöklana sem best áður en þeir hverfa.

Álögurnar út í ystu myrkur 

Skattpínandi úrtölufólk í vinstri stjórn á Íslandi getur ekki aðlagað okkur að neinu nema ESB, sem það gerir á fullu. Við fáum núna tækifæri til þess að koma því frá og aflétta í einni svipan öllum álögum sem komið hefur verið á vegna kolefnislosunar okkar, hvort sem það er á bíla, flugvélar, túrisma eða hvað annað.

Krefjumst þess að álögunum verði aflétt, svo að við fáum notið þess að gera hlutina rétt.

 


mbl.is Jöklar hverfa á 200 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það má ekki gefa tommu eftir í baráttunni gegn meðlimum sovét-Íslands,sem með réttu er hægt að kalla því nafni,eftir makalausa stjórnsýslu þessi 4 ár. Sameiginlega geta menn,eða flokkar sem eru andvígir innlimun í Esbéið,staðið fyrir útihátíðum.á Austurvelli,á Þingvöllum það þarf ekki að kosta neinu til,nóg af góðum tónlistarmönnum sem vilja leggja sitt að mörkum fyrir gamla Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2013 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband