Fylgi við ESB- aðildarferlið fellur um 26%

EU no Swisswacky

Fréttablaðið og Stöð 2 könnuðu fylgi við ESB- aðildarferlið: 26% færri styðja það núna frá fyrri könnun. En 51,6% vilja gera hlé á viðræðunum eða slíta þeim strax. Fylgi ferlisins á Alþingi er ekki beysnara. Því er ljóst að bakland íslenskra „samningamanna“, sem var aldrei nóg, er alls ekki fyrir hendi núna, enda er þorri þjóðarinnar búinn að fá nóg af þessari tilraun.

Níðþung kerfi 

En hvar í þessu ógnarferli ákvað þjóðin að rétt væri að aðlagast smásmyglislegasta og þunglamalegasta búrókratakerfi allra tíma? Ekki var það með EES- samningnum, því að hann var einmitt samningur á milli þjóða um frelsi til athafna þeirra í milli. Nei, það var ekki fyrr en vinstri stjórnin tók við sem öllu ruslinu var hleypt í gegn, sama hvaða nafni það nefnist. Áður var farið yfir hverja grein og neitað að samþykkja það sem ekki passaði okkur hér. Nú er látið eins og bálkar ESB hljóti að vera það besta sem komið hefur fyrir okkur frá því að niðursneitt brauð var fundið upp.

Hvernig urðu ósköpin til?

Lög og reglur ESB urðu til sem sáttargerðir vegna ótal áhrifaþátta, heimsstyrjalda og mismunandi fyrirgangs. Íslendingar eru vanir því að taka beint á hlutunum, hafa lagagreinar stuttar og markvissar að hætti Hávamála og að hafa frelsi til athafna, en ekki þurfi jafnan að kalla á þrjár manneskjur til þess að komast í gegn um reglugerðartorfið vegna aðgerðarinnar.

Hætta strax 

Því fyrr sem þessu aðildarferli er hætt, því meira tjóni á kerfinu hér verður afstýrt. Drífum í þessu, krefjumst þess að umsóknin verði dregin til baka strax, ekki bara eftir kosningar.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Andstaða við aðildarviðræður eykst ekkert milli kannana!! Hefið verið fyrirsögn við hæfi! Og sennilega rétt að taka þá sem vilja kjósa um áframhaldið í tvennt þ.e. Þetta er ekki sambærilegar niðurstöður því að það var ekki boðið upp á þriðjuleiðina í könnuninni sem miðað er við . Og því væri einfölduð niðurstaða nú þ.e. fylgjandi að klára viðræður 49 + 7,5% = 56%  og svo  37 + 7,5% sem gera um 45% sem vilja hætta alveg. Hefur því ekki breytst mikð og aðal breytingarnar eru að það er boðið upp á þriðja möguleikan. Og skv. þessu er sá stærsti hópurinn sem vilja halda áfram í viðræðum. Og yrði niðurstaða ef að Þjóðaaratkvæði yrði greitt um málið með 3 möguleikum og líklega líka ef það væri bara já og nei möguleiki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.1.2013 kl. 16:22

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú er snillingur - það er ekki á allra færi að bera saman epli og appelsínur

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 17:16

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, þú ferð um víðan völl með reiknivélina. Ég benti bara á það sem spurt var í báðum könnunum frá sama aðila (epli og epli), af miðli þínum visir.is: „Alls sögðust 48,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku til spurningarinnar vilja að aðildarviðræðurnar yrðu kláraðar...“ „Fréttablaðið kannaði hug landsmanna til aðildarumsóknarinnar síðast í byrjun desember 2011. Þá vildu 65,3 prósent ljúka viðræðunum.“

Fall úr 65,3% niður í 48,5% er 26% fall. Því stendur það sem skrifað er, jafnvel þó að það sé byggt á Fréttablaðinu.

Ívar Pálsson, 18.1.2013 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ívar. Það er engan vegin hægt að fullyrða að þeir sem segja í þessari könnun að þeir vilji gera hlé á aðildarviðræðum muni velja þann kost að hafna þeim ef þeir sanda frammi fyrir þeim tveimur kostum að annað hvort hætta viðræðum eða halda þeim áfram. Þeir gætu allt eins viljað klára ferlið en bara ekki alveg strax. Kanski vilja þeir fyrst sé hvernig þeim aðildarríkjum ESB sem núna eru í vanda gengur að ná sér upp úr þeim vanga. Kanski vilja þeir klára makríl deiluna eða Icesave deiluna áður en aðilarviðræðum er haldið áfram.

Svo skulum við ekki gleyma því að í skoðanakönnunum eins og þessar með því úrtaki sem er í henni eru skekkjumörkin eitthvað á bilinu 3 til 5%. Það er því engan vegin hægt að fullyrða að samanlagður fjöldi þeirra sem vill hætta viðræðum og þeirra sem vilja gera hlé á þeim séu í meirihluta og þar af leiðandi ekki heldur að þeir sem vilja halda viðræðunum áfram séu í minnhluta. Það er einfaldlega ekki marktækur munur á þessum hópum.

Það kemur hins vegar skýrt fram í þessari könnun að það eru fleiri sem vilja halda viðræðunum áfram en vilja hætta þeim. Þar er um marktækan mun að ræða.

Sigurður M Grétarsson, 18.1.2013 kl. 22:51

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"í báðum könnunum frá sama aðila (epli og epli)" - get engu bætt við þetta

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 22:52

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Rafn: Eitt er ljóst, að marktækt færri vilja halda ESB- „viðræðum“ áfram en áður, sama af hvaða orsökum. Hvað fólk gerir ef eitthvað annað er gert eða það er spurt einhvers annars er hrein ágiskun.

Þú segir: „það eru fleiri sem vilja halda viðræðunum áfram en vilja hætta þeim“. Þá hunsarðu vilja þeirra sem vilja gera hlé á viðræðum, sem er það sama og að hætta þeim tímabundið. Eru skoðanir þess stóra hóps ekki marktækar? Sannarlega eru þau atkvæði eins og hin. Kvikmyndin er ekki sýnd í hléi. Vélin er stopp á meðan.

Ívar Pálsson, 18.1.2013 kl. 23:31

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið Sigurður, ég beindi þessu til þín vegna skrifanna.

Ívar Pálsson, 18.1.2013 kl. 23:34

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og eitt til að gera þetta allt flóknara - það voru vís líka margir sem vildu EKKI gefa upp afstöðu.

Rafn Guðmundsson, 18.1.2013 kl. 23:52

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eru þetta ekki bara NEI sinnar Ívar?

Rafn Guðmundsson, 19.1.2013 kl. 01:48

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ívar. Hversu erfitt átt þú með að skila það að það að vilja gera hlé á viðræðum er ekki það sama og vilja hætta þeim. Það er því engan vegin hægt að flokka þá sem því svara með þeim sem vilja hætta. Þú veist ekkert hver þeirra svör hefðu orðið ef aðeins hefðu legið á borðinu þeir svarmöguleikar að hætta eða halda viðræðununm áfram. Það er á engan hátt hægt að fullyrða að þeir aðildar vilji ekki klára aðildaviðræðurnar á endanum. Við vitum það eitt að þeir vilja ekki gara það strax.

Þarna innan eru vafalaust aðilar sem vilja ganga í ESB en telja litlar líkur á að aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu við núverandi aðstæður meðan viss ríki ESB eru í krísu og með makríl- og Icesave deilurnar óleystar. Þeir telji hins vegar meiri líkur á að aðildarsamningur verði samþykktur eftir nokkkur ár þegar krísunni er lokið og búið að leysa deilumálin.

Einnig er vafalaust þarna fólk sem vill fyrst fá að sjá það breytingafrerli sem nú er í ESB klárast áður en það treystir sér til að taka afstöðu til inngöngu í ESB.

Við vitum hins vegar ekki hvað þessir hópar eru stórir og meðan svo er þá getum við ekki einu sinni fullyrt að meirihluti þeirra sem vilja gera hlé á aðildarviðræðum vilji ferkar hætta viðræðum en halda þeim áfram ef það eru einu kostirnir.

Það eina sem kemur skýrt og greinilega fram í þessari könnun og er innan skekkjumarka er að það eru fleiri sem vilja halda aðildarviðræðunum áfaram en vilja hætta þeim. Það er engan vegin hægt að lesa úr niðustöðu þessarar könnunar að fleiri vilji hætta viðræðum en halda þeim áfram. Það er ekki einu sinni hægt að fullyrða að þeir sem vilji halda viðræðum áfaram séu innan við 50% af heildinni þar sem skekkjumörk í þessari könnun eru stærri en nemur því sem þeim hópi vantar upp á 50% í þessari könnun.

Sigurður M Grétarsson, 19.1.2013 kl. 19:07

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Rafn og Sigurður: við getum bara lesið niðurstöðurnar beint og séð að ákveðinn hluti fólksins vill að gert verði hlé á viðræðum. Það vill því ekki (af ótal ástæðum) að þeim sé haldið áfram, andstætt framkvæmd rískisstjórnarinnar, sem vill klára aðlögunina.

Eftir stendur tæpur helmingur, sem var áður 65,3%, sem vill halda þessu aðildarferli áfram út yfir gröf og dauða.

Ívar Pálsson, 21.1.2013 kl. 01:17

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

ESB aðild er vissulega atvinnuskapandi fyrir sér-fræðinga en of íþyngjandi fyrir almenning fámenns ríkis, sem sligast nú þegar undan sendiráðum, ráðuneytum ásamt  gömlum og nýjum stofum á vegum hins opinbera.

Sigurður Þórðarson, 25.1.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband