Fólkið fái loksins að ráða

Grundfj 012

Gott upphaf kosningabaráttu XD var í fullum sal á Nordica í morgun, hjá Bjarna, Hönnu Birnu og stórum samstæðum hópi Sjálfstæðisfólks. Áherslan er rétt, að setja mál í forgang sem rjúfa kyrrstöðudoða sósíalismans og að eyða óvissunni sem heldur öllu í lás. Gaman að sjá kynnt allt þetta kraftmikla athafnafólk alls staðar að af landinu, tilbúið til athafna um leið og eymdar- stjórnin er farin frá.

Þjóðaratkvæðagreiðslu 

Evrópumálin eru á hreinu: Fólk fái að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort „samið“ verði við ESB um aðild eður ei. Vinstri stjórnin sveik Íslendinga um þennan rétt á meðan allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust hans fyrir hönd þjóðarinnar. 

Stjórnarskrárbreytingar: ekki á hlaupum 

Stjórnarskrármálin eru líka á hreinu: Unnið verður í þeim á réttum tíma og á skilvirkan hátt, ekki hlaupandi á göngum Alþingis í uppbótartíma eftir fjögurra ára hringlanda. Meir að segja Forseta Alþingis blöskraði aðfarir stjórnarflokkanna.

Hagur atvinnuvega og heimila 

Hagir atvinnuvega og heimilanna eru þétt samtvinnaðir sem mikilvægasta málið sem brennur á. Skattaánauðin fer líka að verða eins og og hjá Hollande ofursósíalista Frakklands. Nú er þessi samstæði hópur Sjálfstæðisfólks sem kosinn var, kominn af stað. Ég vona að fólk taki þeim vel og ræði um raunhæfar aðgerðir sem skipta máli strax og í náinni framtíð, frekar en að draga fram rispaðar Jóhönnuplötur með uppáhaldslögunum „Hér varð hrun“ eða t.d. „Einkavæðingin 2004“, sem RÚV hefur spilað svo oft að jafnvel stafræna útgáfan verður slitin!

Kjósum að fólkið fái að ráða. Sjálfstæði.

 

 


mbl.is Enginn skattlagt sig úr kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ánægð með afstöðu sjálfstæðisflokksins til ESB að leyfa fólki að kjósa um hvort við viljum halda þessu ferli áfram, ég mun segja nei.  En að öðru leyti, geturðu treyst því að þetta sé ekki bara kosningaloforð Ívar.  Það hefur nefnilega oft gerst að fjórflokkurinn hafi orðið uppvís að því að "gleyma" því sem þeir lofuðu fyrir kosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2013 kl. 17:04

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Ásthildur Cesil. Flokksmenn eru búnir að hamra svo á þessum punkti við forystuna að ekki er hægt að gleyma því í þetta skiptið!

Ívar Pálsson, 23.3.2013 kl. 18:54

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Ívar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2013 kl. 19:38

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1289562/

Rafn Guðmundsson, 23.3.2013 kl. 20:41

5 Smámynd: Elle_

Það á að hætta þessu eins og það hófst, vitleysu sem þjóðin var ekki spurð um í fyrstunni. 

Elle_, 23.3.2013 kl. 23:11

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Þjóðarkönnun um ESB-innlimun er efst á lista ESB-sinna. Þeir gera sér vonir um að halda málinu gangandi með því móti. Þeir vildu ekki kosningu um málið þegar aðlögunin hófst. Núna þegar aðlögunarferlið hefur verið stöðvað, finnst Þorgerði Katrínu og Bjarna Ben. það vera góð hugmynd að kjósa.

 

Ætlar Bjarni að leggja fram tillögu á Alþingi um að aðlögunarferlið verði hafið á ný? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkur að gera þegar fram kemur tillaga um að aðlögunni verði formlega slitið? Ætlar flokkurinn að fella þá tillögu að ályktun og reyna að fá þjóðarkönnun samþykkta um málið?

 

Auðvitað á Alþingi engan annan kost en slíta aðildar-viðræðunum sjálft – að enda þetta ógæfu ferli á sama hátt og það var hafið. Tal Bjarna um þjóðarkönnun lyktar af sama »ískalda hagsmuna-matinu« og hann lagði á Icesave-kúgunina.

 

http://blog.pressan.is/skafti/2011/02/06/%E2%80%9Ciskalt-hagsmunamat%E2%80%9D/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 23.3.2013 kl. 23:47

7 Smámynd: Elle_

Fásinna og alger óþarfi að fara að kjósa um mál sem við vorum aldrei spurð um í fyrstunni og okkur var meinað af alþingi að hafa nokkuð um að segja.  Skil ekki hugsun þeirra sem endalaust segja þetta. 

Það kom líka ekki fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, Ívar.  Þar sagði að þessu skyldi hætt og hinni svokölluðu 'Evrópu'stofu lokað.  Það eru lykilorðin: Hætt, lokað.

Elle_, 23.3.2013 kl. 23:59

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er svar mitt hjá Páli Vilhjálmssyni vegna tengilsins hér að ofan frá Rafni Guðmundssyni:

Þetta er eins skýrt og það verður: aðlögun verður slitið strax. Síðan er borið undir þjóðaratkvæði hvort þannig „viðræður“ verði hafnar að nýju, líklega á fyrri hluta kjörtímabilsins.

Ekki verður samið um aðild Íslands að Evrópusambandinu þegar sá 70% hluti þjóðarinnar sem tekur afstöðu er á móti aðild. Þesskonar samningur er ógildur og í blóra við vilja heildarinnar, sama hvað menntaðir (miðaldra) hátekjukarlar á Reykjavíkursvæðinu vilja sem sérhagsmunahópur.

Ívar Pálsson, 24.3.2013 kl. 00:04

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Það virðist vera orðinn fastur siður hjá forustu Sjálfstæðisflokks að ganga þvert gegn samþykktum Landsfundar. Varla getur verið neinn vafi um hvað eftirfarandi samþykkt merkir, eða skilur Bjarni ekki mannamál:

 

»Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær EKKI teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu

 

Fyrri helmingur samþykktarinnar segir að aðlögun skuli hætt og sá síðari að samningar um aðlögun skuli EKKI teknir upp aftur nema þjóðarkönnun sýni meirihluta þjóðarinnar fyrir aðlögun.

 

Nú segir Bjarni Benediktsson að Sjálfstæðisflokkur muni í ríkisstjórn beita sér fyrir að þjóðarkönnun um ESB-samning fari fram á fyrri hluta  nærsta kjörtímabils. Morgunblaðið segir:

 

»Bjarni segir að hann vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna. Öðruvísi fáist ekki skýrt umboð fyrir þjóðina. Hann segist sjá fyrir sér að atkvæðagreiðsla geti farið fram á fyrri hluta næsta kjörtímabils.«

 

Hvað merkir "umboð fyrir þjóðina". Ekki er hægt að draga aðrar niðurstöður af orðum Bjarna, en eftirfarandi:

 

  • Ætlunin er EKKI að láta Alþingi hætta aðlögun formlega, strax eftir kosningar.

 

  • Ætlunin er þvert á móti að halda áfram samningum um aðlögun.

 

  • Get er ráð fyrir að ESB-samningur verði tilbúinn eftir tvö ár.

 

  • Ætlunin er að setja fullgerðan ESB-samning í þjóðarkönnun, um mitt kjörtímabil.

 

  • Sjálfstæðisflokkur er búinn að semja um ríkisstjórn með Samfylkingu og BF, með Bjarna í forsæti.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 08:48

10 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Sjálfstæðisflokkurinn er stundum kenndur við aðvinnulífið. Öll helstu fyrirtæki og samtök þess hafa lýst því sem ábyrgðarlsusu rugli að hætta viðræðum við EB.

Því leitar flokkurinn nú leiða til að snúa sig út úr aðalfundarkúðrinu því það er ljóst að hann getur með engu móti sest í stjórn með stefna sem gengur gegn áliti atvinnulífsins.

Mærðarsöngur eins og blogghöfundur heldur hér uppi er því rammfalskur og einungis nothæfur til heimabrúks í hópi jábræðra. Merkilegt hve oft menn flaska á þessu þegar tjáningin fer fram á opinberum vettvangi.

Að ekki sé svo minnst á hinnn mikla og nýtilkomna á huga á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslum...

Haraldur Rafn Ingvason, 24.3.2013 kl. 13:16

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Formenn samtaka atvinnulífsins og íðnaðarins hafa máske opinberað sitt persónulega ESB blæti sem væru þeir að tala máli félagsmanna sinna, en þegar félagsmenn eru spurðir þá er skoðun þeirra þvert á þá gapuxa.

útgerðarmenn og bændur eru ekki lítill hluti atvinnulífsins og andstaða þeirra er afgerandi. Hvað er þá hæft í þessu gremjulega innskoti þínu Haraldur?

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 13:57

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur Altice, alltaf eru einhverjar líkur á því að menn beygi af og hiki við að slíta ESB- aðlögun strax, þegar á hólminn er komið eftir kosningar, en þær eru hverfandi hjá XD núna og mun minni en hjá öðrum flokkum.

Haraldur Rafn, ESB- vandræðin eru með stjórnir samtaka atvinnulífsins heldur en hjá félögunum sjálfum, eins og Jón Steinar nefnir líka. ESB- sinnar hertóku samtök eins og SA, SI og Viðskiptaráð, sem endurspegla helst vilja hinna stóru, ekki fjöldan allann af fámenningsfyrirtækjum sem halda heilbrigðu viðskiptalífi gangandi. Enda hafa þau þjáðst mest eftir hrun og vinstri stjórnin ákvað að stærstu fyrirtækin væru þjóðhagslega hagkvæm og "too big to fail" í raun, gjarna ákveðið í gegn um bankana sem voru eins.

Skattaumhverfi og almennt jákvæð afstaða gagnvart viðskipta- og atvinnulífinu skiptir sköpun til þess að koma hagvexti almennilega af stað.

Ívar Pálsson, 24.3.2013 kl. 15:59

13 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þannig að stjórnir allra helstu samtaka atvinnulífsins endurspegla ekki vilja umbjóðenda sinna, heldur eru í andstöðu við þá? Vilji útvegsbænda hefur s.s. alltaf verið ljós.

Það hljómar ekki trúverðuglega að umræddir forsvarsmenn töluðu með þessum hætti að ef stefna útvegsbænda væri ráðandi innan bandalaga atvinnulífsins, er það? Slíkir forsvarsmenn væru einfaldlega settar af - verðskuldað!

Sérkennilegt að framsetning staðreinda á mannamáli skuli vera talin merki um gremju mína. Ég er sallarólegur yfir þessu. Frekar virðist þessi framsetning hafa valdið gremju einhvers - kannski hitti hún á viðkvæman blett.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.3.2013 kl. 17:34

14 Smámynd: Elle_

'Mannamálið' þitt eða gremja hafði ekkert með þetta að gera.  Það er vitað að meirihluti félaga SA og SI vilja ekki fara inn í 'Evrópu'sambandið.  Það voru gerðar skoðanakannanir meðal þeirra.

Elle_, 24.3.2013 kl. 17:42

15 Smámynd: Samstaða þjóðar

Samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins í febrúar 2012 voru 68,8% félaga á móti aðild Íslands að ESB og 31,2% með. Ég reikna með að núna séu ennþá fleirri andvígir.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 18:13

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Af heimasíðu Samtaka iðnaðarins dags. 22.3.2013:

"Samkvæmt könnun um Evrópumálin sem Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins voru um 58,8% landsmanna andsnúnir aðild að Evrópusambandinu en 25,1% hlynnt aðild. Þegar félagsmenn SI eru spurðir með sambærilegum hætti kemur í ljós að 52,8% segjast andvígir aðild en 33% hlynntir. Í báðum hópum eru 15% aðspurðra hvorki hlynntir né andsnúnir. 

Þegar kannað er viðhorf  til aðildaviðræðna kemur nokkur munur í ljós á viðhorfum. Á meðan 54,3% félagsmanna SI eru hlynnt því að ljúka aðildarviðræðum er hlutfallið meðal almennings 43,5%. Á meðal félagsmanna vilja 34,8% hætta viðræðum en 44,6% almennings.

Í könnuninni fyrir samtökin var spurt hvort aðild að Evrópusambandinu væri hagstæð eða óhagstæð fyrir fyrirtækið. Tæp 30% segja að aðild yrði hagstæð en 33% að hún yrði hvorki hagstæð né óhagstæð. Hins vegar segja 14,4% að aðild yrði frekar óhagstæð en 15,3% mjög óhagstæð."

Athyglisverð lesning í ljósi ofangreindra kommenta.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.3.2013 kl. 20:58

17 Smámynd: Samstaða þjóðar

Haraldur sleppti að birta eftirfarandi, af forsíðu SI:

"Í könnun Capacent var spurt hvernig þú myndir greiða atkvæði ef aðild yrði borin undir þjóðaratkvæði núna. Í þeirri könnun sögðust 70% vera á móti aðild en 30% með. Félagsmenn SI voru ekki spurðir þessarar spurningar en óhætt er að gera ráð fyrir að munur á viðhorfum sé ekki mikill."

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 23:32

18 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta átti raunar að fylgja með, mitt klúður!

Samkvæmt því sem þarna stendur þá vill meirihluti félagsmanna SI eða  54% ljúka viðræðum meðan 35% vill hætta. Drjúgur meirihluti eða um 63% telja að aðild hefði lítil eða jákvæð áhrif á fyrirtækin meðan 30% telja að aðild yrði óhagstæð.

Hins vegar virðast ekki nema um 30% hlynntir aðild.

Umhugsunarvert, ekki satt...?

Haraldur Rafn Ingvason, 25.3.2013 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband