D+B með 60% þingmanna

Líkur á sterkri stjórn hafa aukist verulega með sigri Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins, með 38 þingmenn af 63 alls. Nú verður spennandi að sjá hvernig embætti dreifast. Sigmundur Davíð yrði góður fjármálaráðherra. Hanna Birna gæti orðið utanríkisráðherra, en er vafalítið meira á heimavelli í að stýra verkefnum hér heima. 

Þetta voru erfið fjögur vinstri ár fyrir Ísland!

BBC birti frétt um niðurstöðu kosninganna hér:

 http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-22320282


mbl.is Stjórnarflokkarnir tapa tæpum 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég verð rólegri með Sigmund sem forsætisráðherra. Treysti ekki Bjarna í einurð með ESB. Frosti mötti reyna sig í fjármálaráðuneytinu. Bjarni tekur atvinnuvegina.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 10:24

2 Smámynd: drilli

Verður þetta þá kallað gullfiskastjórnin?

drilli, 28.4.2013 kl. 10:59

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Kannski bara best að kalla hana "Endurreisnarstjórnin" Villi..

Það er það sem hún mun gera.

Endurreisa atvinnulífið, þannig að þeir sem flúðu atvinnuleisið til Noregs geti snúið við.

Skil vel að þú sért súr Villi.

Birgir Örn Guðjónsson, 28.4.2013 kl. 12:49

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigmundur Davíð er kannski líklegri til þess að fá keflið frá Forseta Íslands núna, enda þingmannafjöldinn jafn og Framsókn vann mest á. Þar með yrði hann kominn með Forsætisráðuneytið. Jón Steinar, lausnin þín er sú líklegasta, að Bjarni tæki þá atvinnuvegina.

En þá er ólíklegt að Framsókn fengi líka fjármálin, með bæði tögl og hagldir, þó að Frosti bloggfélagi sé mætur maður.

Ef svo færi að sjálfstæðismaður yrði utanríkisráðherra, þá reynir á samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að slíta ESB- viðræðum nú þegar, ekki að teygja lopann lengur.

Ívar Pálsson, 28.4.2013 kl. 13:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er forgangsatriði að slútta þessu ESB rugli svo það verði vinnufriður. Þetta er búið að kosta okkur allt of mikinn tíma, peninga og glötuð tækifæri og grafa undan sjálfstæði og stjórnskipun. Þetta er eins og illkynja krabbamein.

Það eru svo landslög sem ná yfir störf evrópustofu og annarra inngripa sambandsins hér. Það ætti því ekki að vera flókið að stoppa það ef menn vilja. Fólk sem hefur áhuga, sækir upplýsingar sínar sjálft eins og í öllu öðru.

Vert er einnig að skilgreina þetta stjórnarskrármál rétt sem hluti aðlögunnar. Það má gera nauðsynlegar endurvætur á henni fyrir stjórnsýsluna þegar um hægir og imperialistar evrópusambandsins eru þagnaður.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 21:10

6 identicon

Það er eitt sem mér finnst eftirtektarvert; xD og xB eru með 60% þingsæta en 51% greiddra atkvæða.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 23:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skrifaðu það á sundurlyndi vinstrimanna H.T. Bjarnason. Og öll örframboðin þeirra. Þetta er engin skammtafræði. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2013 kl. 23:35

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Tek undir allt sem þú sagðir, Jón Steinar. Og Birgir Örn þar áður.

H.T.: einmitt þessvegna tók ég þetta fram með þingsætin: þau gilda, en ekki prósenturnar. Maður hafði ekki áður talið að jðfnunarþingmenn gætu breytt svo miklu, en þá gleymdi maður hvernig Framsóknaratkvæði eru, alltaf sterkari en í Reykjavík!

Ívar Pálsson, 28.4.2013 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband