Raforkan skert, sæstrengur út í hött

No electricity

Skert orkuöflun okkar ágætu lóna sýnir fáránleika sæstrengs til Evrópu. Landsvirkjun selur ákveðið orkuöryggi, en neyðist til að skammta raforku til stórnotenda við þessar aðstæður. Sæstrengur krefðist stöðugt notkunar hans, þegar við megum ekki missa meira úr landi.

Kaffi til Brasilíu? 

Þá segði einhver að við gætum keypt orku hingað, en það yrði á uppskrúfuðu verði miðað við markaðinn hér og eflaust þyrfti Landsvirkjun að blæða, þar sem hún semur um ákveðið orkuöryggi til orkukaupenda eins og Alcoa.

Löng dauð tímabil 

Sæstrengur gengur ekki upp: hann býr til vandræði á Íslandi. Uppbygging hans og rekstur gætu aldrei byggt á sölu umframorku á einstaka tímabilum, enda væri nær að bjóða hana hér til vaxtar þeirra fáu sem geta nýtt hana. Dauður tími hjá sæstrengnum, sem getur verið á löngum tímabilum eins og nú, er hreinn kostnaður og afskriftir, sem enginn með viti vill taka þátt í. Ríkið ætti amk. aldrei að taka það í mál.

Sæstrengs- stjórnir úti? 

Vonandi svæfist þetta sæstrengs- mál með fráfarandi stjórn. Þó er skilgetið afkvæmi hennar núverandi stjórn Landsvirkjunar að langmestu leyti, þannig að sæstrengurinn kraumar áfram eins og miltisbrandur. 


mbl.is Verri staða en spár ráðgerðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ívar, þarf þá ekki að skipta út þessu sæstrengs sjúka forstjóra Landsvirkjunar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 19:18

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sælir;

Það er við hæfi að vekja máls á sæstrengnum að þessu skerðingartilefni.  Forstjóri Landsvirkjunar hefur gumað af ótæpilegu afli og orku til ráðstöfunar í kerfinu nú.  Allt er það á veikum grunni, eins og nú er komið í ljós, enda hefðu offjárfestingar verið svo hrikalegar í kerfinu, ef hann færi með rétt mál, að viðkomandi orkufyrirtæki bæru ekki sitt barr.  ´

Nú spyr ég: hver hérlendis vill vera háður einni 1100 km langri neðansjávartaug, þegar öll lónin eru vatnslaus hér vegna græðgisölu orku utan ?  Norðmenn þekkja þetta af biturri reynslu, en þeir hafa margar landtengingar við nágrannana.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 9.5.2013 kl. 21:00

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sælir, ekki verður hjá því litið hverjir voru settir í stjórn Landsvirkjunar og hvers vegna. Kannski er aðeins einn af fimm rekstrarmaður sem ekki er plantað þangað af umhverfis- eftirlits- ástæðum.

Andstaða forstjórans við vinstri stjórnina hefur nú ekki verið fyrirferðamikil, en kannski er staðan sú ekkert endilega öfundsverð. Fylgispektin við sæstrenginn hefur verið full- mikil.

En stjórnina þarf að endurskoða, annars kemst ekkert af viti í gegn.

Ívar Pálsson, 10.5.2013 kl. 00:00

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú reyndar þannig að þó raforka sé skömmtuð núna, þá er samt nóg orka í kerfinu. Það er bara ekki hægt að flytja hana á milli landshluta. Það þarf að byggja upp flutningskerfið innanlands en á þ.að meiga náttúruverndarmenn ekki heyra minnst, frekar annað í raforkuöflun þjóðarinnar.

Ég tek hins vegar undir að mér líst ekki á raforkusölu um sæstreng. Nær að nýta orkuna sem mest til íslensks iðnaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2013 kl. 13:01

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er nú ánægjulegt að þetta kjaftæði um sæstreng  fellur um sjálfum sig. Það er ekki ótakmarkaða orka hér til og hagkvæmustu kostir eru þegar nýttar.

Já, Gunnar, íslenskur iðnaður ætti að hafa forgang, til dæmis ylræktin. Þessi atvinnugrein hefur ekki fengið hagstætt verð á rafmagn hingað til.

Úrsúla Jünemann, 10.5.2013 kl. 16:50

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Aðalmiðlunarlón Landsvirkjunar sunnan heiða, Þórisvatn, stendur nú lægra en það hefur gert í 14 ár og er í 565,8 m.y.s..  Landsvirkjun hefur nú dregið úr úr vinnslu virkjana fyrir norðan og austan og keyrir virkjanir suðvestan lands á þeim mun hærra álagi.  Ef ekki bregður til vorleysinga eftir næstu viku, þá má búast við skerðingu ótryggðrar orku á öllu landinu.  Þess ber að gæta, að Búðarhálsvirkjun kemst í gagnið um áramótin, og þá batnar vatnsnýtingin enn, en reyndar er búið að selja megnið af orkunni þaðan.  Þetta segir okkur aðeins, að verði flanað út í sæstreng, þá verður að virkja fyrir allri forgangsorkunni, sem fara á um hann. 

Það er auðvelt reikningsdæmi að sýna fram á þjóðhagslega hagkvæmni innlendrar orkunýtingar umfram raforkusölu um sæstreng til iðnaðar tengdum málmvinnslu og matvælaiðnaði til sjávar og sveita.  Það er aðeins eitt hlutabréf í Landsvirkjun, og fjármálaráðherra fer með það.  Nýtt Alþingi þarf hið fyrsta að setja nýtt fólk til verka; fólk, sem kann til verka.  

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 10.5.2013 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband