Slippurinn þarf að fara

Skipahreinsun

Starfsemi Slippsinns passar engan veginn við mannvænt umhverfi hafnarinnar eins og það er orðið. Ótrúlega hávær háþrýstispúlun af baneitruðum málningarmenju- örveruúða getur t.d. aldrei samræmst hótelarekstri eða veitingasölu innan seilingar. Engin leið er að samræma þetta. Raunveruleikinn er í hróplegri andstöðu við þessa rómantísku ímynd. Léttir bátar og starfsemi í kring um þá hæfir raunveruleikanum, en slippurinn þarf að vera fjarri mannabyggðum til þess að geta stundað starfsemi sína eðlilega, án kvartana. Hljóðmengun, loftmengun og mengun hafnarinnar fylgir starfsemi slippsins og hann þarf að færa strax á viðeigandi stað. 

Aðgreining er nauðsynleg

Aðgreining svæða vegna mismunandi starfsemi er sjálfsögð vegna mismunandi eðlis starfseminnar. Óviturlegt er að valda vandræðum nær vísvitandi með lélegri skipulagshugsun, þar sem breytt er til þess að breyta, í stað þess að fylgja friðsamlegri þróun mannlífsins. 

Bílfjandsamleg skipulagsstefna borgarinnar heldur áfram, þar sem ógerningur verður að finna stæði fyrir bílinn í heimsókn á svæðið eða fyrir íbúana.  


mbl.is Blönduð byggð er málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála vinur vor,ég er kannski hlutrægur hefi unnið ég hjá Slippélaginiu i Rvík í 45 ár við allar aðstæður,og þetta er annað elsta hlutafélag Islands og höfðar auðvitað til sögu okkar um skip og veiðar,síðan hætt var að sprauta máliningunni er þetta engin mengun útí frá það vara vont á meða það var,en ekki síðan,það er bara skömm að fara alvag meðan burt,en sammála erum við með Bílfjandsama fólkið algjörlega/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.5.2013 kl. 15:08

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Haraldur, ég er ekki á móti Slippnum, öðru nær, hann er bara ekki á réttum stað lengur, frekar en Lýsi var þegar daunninn sveif yfir vesturbæinn.

Mengunin er því miður enn til staðar, fyrst og fremst hljóðmengun út yfir öll hávaðamörk blandaðrar byggðar, hvað þá hótels innan 100 metra frá og hugsanlegra íbúðarblokka. En ófögnuðurinn sem blásinn er af skipunum berst út um loftið og fór líka í höfnina amk. þegar ég var með skrifstofuna við höfnina þarna rétt hjá fyrir nokkrum árum.

Finna þarf þessari starfsemi pláss þar sem hávaði og óþrifnaður er ekki til sama ama og við veitingastaði og hótel.

Ívar Pálsson, 16.5.2013 kl. 15:32

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Ívar, vera kann að sjálfsprottið mannvænt og heillandi umhverfi þarna niðri við höfn, sé ekki þrátt fyrir slippinn, heldur kannski pínulítið vegna hans.

Svipuð paradís mannfólks og túrista er að finna í Vancouver, sem heitir Granville Island. Þar er nú heimsfrægur listaháskóli Emily Carr og allt í kringum gallerí, litlar búðir og ljúft mannlíf. Í miðjunni er starfrækt steypuverksmiðja, sem ekki stendur til að flytja eða loka.

Opnum frekar litla bjórverksmiðju með "slippbjórnum" á svæðinu :)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.5.2013 kl. 19:53

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Jenný, allt í fína í Kanada geri ég ráð fyrir? Hugsanlega halda þeir sementinu hjá sér þarna úti. En skáhallt yfir höfnina þá þurfti ég að loka glugganum til þess að tala í símann eða að vinna þegar háþrýstispúlunin er í gangi, sem er drjúgur hluti tímans. Auk þess sá maður alltaf úðann ganga yfir nágrennið, sem núna eru hótelgluggar og tapasbarir. Einhver desibela- takmörk hljóta að vera til hjá skipulags- snillingunum sem ætlast til að hægt sé að njóta kyrrðar þar sem hún er aldrei fyrir hendi.

Ívar Pálsson, 16.5.2013 kl. 22:01

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skoppaði nú um "slipphverfið" í síðustu viku, varð mjög hrifinn af andstæðunum. Vinstra megin var Hvalur 9 og 6 í slipp, hægra megin "whale wathcing" bátar í kippum. Sögðum Kanadamönnunum sögur af landa þeirra Paul Watson sem einu sinni kom og sökkti öllum Hval bátunum með því að opna botnlokurnar, þeim fannst merkilegast að geta keyrt upp að skipshlið á Alla ríka og öllum stóru togurunum, án þess að vera spurðir um "identity" einu sinni.

Sem sagt, sagan drýpur ekki bara af veggjum kjallaraveitingahúsa í París, nei hún flæðir um allt þetta svæði. Spurning að setja dempara á háþrýstispúlarana?

Kveðja í kot.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.5.2013 kl. 23:28

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Jenný, þetta er frábært svæði, frjálslegt og huggulegt. En það er málið, nær vonlaust er að aðlaga svona starfsemi að hinu svo að vel fari.

Skipulagskappinn telur það gamaldags, að vilja aðgreiningu íbúabyggðar frá skipaviðgerðum. Er ekki gert ráð fyrir börnum í þessari Skandinavísku reiðhjólamódel- ímynd? Er hávaði og mengun beinlínis æskilegir þættir í Nýja- Gnarrbæ? Íbúar hafa ákveðin réttindi og þetta skipulagsleysi gengur á þau.

Ívar Pálsson, 16.5.2013 kl. 23:50

7 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Slippurinn og íbúðabyggðin eru búin að vera þarna hlið við hlið áratugum saman án þess að nokkur hafi kvartað yfir því, nema þá kanski þeir sem ágirnast slippinn sem byggingasvæði.

Fólk sem velur að búa á slipphóteli eða fara á slippbar , gerir það af fúsum og frjálsum vilja.

Ég skil ekki svona bull.

Sigurjón Jónsson, 17.5.2013 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband