Sama fylkingin vill flugvöllinn burt

Gisli Marteinn Bertarinn

Samfylkingin nær áfram að stjórna borginni með því að halda uppi vanhæfum borgarstjóra og hans gengi, en ekki síður með dyggum stuðningi Gísla Marteins Baldurssonar & Co, sem styður jafnan hverja Skandinavísku- reiðhjóla- sósíalista tillöguna af annarri sem upp kemur, eða býr þær til. Þannig viðhelst vanhæfis- fyrirkomulagið í stjórnun borgarinnar, þar sem ekki þykir fínt að vera með skipstjóra á skipinu eða að aka bílum á götum borgarinnar. Machiavelli hefði verið stoltur af þessum stjórnarháttum.

Landsfundur og borgin

Bara það að nefna Löngusker sem flugvallarkost upplýsir um þann uppátroðslu- ídealisma sem tröllríður borginni og áður landsmálunum. Þremenningarnir sem taka þátt í þessum farsa ættu aðeins að hugsa mál sitt betur. Hvað um afgerandi Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins um flugvöllinn? Skiptir hann ekki máli frekar en í Icesave?

Stefna hvers? 

Hvað þarf Gísli Marteinn að gera til þess að fólk sannfærist um þá staðreynd að stefna hans og Samfylkingar (og þar með Besta flokksins) sé ein og hin sama? Nú tekst honum, Áslaugu og Þorbjörgu Helgu kannski að tryggja að þessi aðalskipulags- hörmung verði að raunveruleika, sem við þurfum síðan að berjast við næstu áratugina.

Vaknaðu, kjósandi! 

Vonandi vaknar hinn venjulegi kjósandi til athafna (en ekki bara upp við vondan draum) og lætur heyra í sér um þetta aðalskipulag. Fyrst þremenningarnir beita ísköldu mati, þá verður að beita því á móti. Ekkert elsku mamma.

 

 

 


mbl.is Fagna tillögu að aðalskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, Ívar;

Ég átta mig ekki á, hvernig téðir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem studdu aðalskipulagstillögu, sem er meingölluð og í andstöðu við stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins, meta stöðu sína.  Ef mál eru til umfjöllunar, sem brjóta gegn síðustu Landsfundarsamþykkt og fulltrúarnir styðja slíkt mál, þá glata viðkomandi fulltrúar trausti flokksins að mínu mati.  Slíkt mun hafa augljósar afleiðingar.  Landsfundarsamþykktir eru ekki til hliðsjónar; þær eru gerðar m.a. til að fulltrúar flokksins fylgi þeim.

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 5.6.2013 kl. 20:10

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Eins og ég setti fram hér á öðrum stað, þá mun Reykjavíkurborg þurfa að borga nýjan flugvöll úr eigin vasa, ef þeir vilja færa hann. Í mínum huga er þetta ekkert flóknara en það.

Landsfundarályktanir þarf greinilega að endurskoða með það fyrir augum að binda hendur þeirra sem eiga að fara eftir þeim. Ef þetta verður niðurstaðan og GMB hagar sér eins og krakki er ekkert annað að gera en að binda hendur allra hinna vegna skrípisláta hans.

Sindri Karl Sigurðsson, 5.6.2013 kl. 21:13

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt, Bjarni. Landsfundurinn er til þess að einhvers konar lýðræði verði um stefnumótunina. Flugvallarmálið er ósköp skýrt; annað hvort vill maður að hann veri eða fari. Frambjóðendur eru samt ekkert alltof glaðir að gefa upp afstöðu sína, því að ef þau vilja að flugvöllurinn fari, að hætti 101 fylkingarinnar, þá ná þau ekkert endilega kjöri. Svo situr maður uppi með það að Landsfundurinn er hundsaður enn einu sinni.

Til hvers eru þúsundir manna að þessu puði í nokkra daga, bara til þess að horfa upp á fulltrúana lepja upp gagnstæða stefnu annars flokks?

Ívar Pálsson, 5.6.2013 kl. 21:28

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Sindri Karl, engu máli virðist skipta að völlurinn var endurnýjaður tiltölulega nýlega og milljarðatugir er allt í einu til í borginni í þetta þarflausa verkefni, þegar þúsund íbúðir eru lausar hjá tómum Íbúðalánasjóði.

En það passar ekki að aka í ódýrari íbúð í efri hverfum borgarinnar og hafa rúmt um sig, heldur á að stappa sem flestum inn í 101 blokkir, þaðan sem þau hafa ekkert að sækja annað sem í boði er víða um borgina.

Fólk borgar ekkert of fjár fyrir lóðir núna, nógur er kostnaðurinn við að byggja. Þetta reiknisdæmi er alls ekkert reiknað.

Ívar Pálsson, 5.6.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband