ESB reiknar fólk í vinnu

ESB USA Japan atvleysiSamkvæmt reiknimeisturum ESB væsir víst ekki um 26 milljón atvinnulausa ESB búa ef fríverslunar- samningurinn við Bandaríkin gengur eftir. Þá fengju Íslendingar þar heil 1000 störf ef þeir væru í ESB. En spurningar vakna: Hvar voru þessir reiknisnillingar áður en tölurnar urðu svona háar? Af hverju reiknuðu þeir ekki störf fyrir 55% ungmenna á Spáni? Eða 58% í Grikklandi?

USA með atvinnu 

Línuritin hér sýna það hvernig atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur snarlækkað á meðan ESB og sérstaklega Evrulönd hækka hratt í atvinnuleysisstigi. Samkeppnisfærni í USA hefur samt aukist til muna og framleiðni þar með. Ef spámenn ESB telja að fríverslunarsamningarnir skapi mikla vinnu við framleiðlu vara til USA  og ræni aðallega störfum frá Japönum, þá líta þeir vísvitandi  í burtu þegar grundvallaratriði viðskipta spila inn, t.d. samkeppni annarra eins og Japana og Kínverja. Bandaríkjamenn hafa líka sömu væntingar um að dæla vörum til Evrópu. Línuritin sýna glöggt hvert stefnir í atvinnumálum Evrópu og þar getur hugsanlegur USA samningur ekki kúvent álfunni til betri vegar.

Verndað ESB á hausnum 

ESB atvleysi ungmenna 2013 04

Svo má ekki gleyma tekjuhliðinni, en Evrópa er á hausnum og myndi missa tímabundið af tollum og gjöldum, en fá samkeppni inn á ýmsum vernduðum sviðum sem gætu lækkað sumar tegundir verulega. En svona fríverslunarsamningar eru hið besta mál, bara ekki endilega fyrir kerfiskarla í Brussel með reiknivélina sína.

Eigum við ekki að reikna út hve mikið atvinnuleysi við höfum losnað við vegna þess að við höfum verið utan ESB svo lengi?

ESB atvinnuleysi 2013 04

 


mbl.is Kann að kosta Ísland þúsund störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður, Ívar. Sérstaklega í niðurlaginu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.6.2013 kl. 18:52

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú hittir naglann beint á hausinn. Góð grein.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.6.2013 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband