Óskýrir kostir í þjóðaratkvæði

Ja eda nei

Ef veiðigjaldafrumvarpið færi í þjóðaratkvæði yrðu kostirnir ansi óskýrir: annars vegar yrðu nær engin veiðigjöld kvótaárið 2013-2014 en hins vegar allt of há. Ómögulegt er að setja það í þjóðaratkvæði, þar sem niðurstaðan segði ekki neitt, vilji kjósandans kemur ekki endilega fram. Flestir vilja hófleg veiðigjöld, en Samfylkingin með dýra snilldarráðgjafann Árna Pál Árnason vill reyna að troða ósanngirni sinni áfram upp á fjöldann sem hafnaði henni og lausnum hennar.

Með því að stilla fólki upp við vegg núna, já eða nei við ofurálögum eða skattleysi, þá tækist vinstri leifunum að klúðra eðlilegri stjórnsýslu enn eina ferðina. Forsetinn þarf enn einu sinni að taka á vitleysu þeirra og snúa hana niður. Facebook- mennskan má ekki ráða lögum og lofum. 


mbl.is „Frjálst val“ forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband