Besti í bílastríði við borgarana

Endalaust i hring

Besti flokkurinn og Gísli Marteinn, einn af jörlum hans, hafa blásið til bardaga við þá borgara sem voga sér að eiga og nota einkabílinn sinn áfram. Gerfi- samþykktarfundir eru haldnir til þess að láta eins og samþykki borgaranna liggi fyrir eftir þá fundi. Fundurinn á Hótel Sögu um árið vegna Hofsvallagötu ofl. átti að sýna fram á það að breytinga væri þörf á Hofsvallagötu en afar skiptar skoðanir voru um hjóladellubreytingar Gísla Marteins, enda var ekki hugsað um helstu vegfarendurna, íbúana á einkabílum sínum.

Verkefnið að stífla flæði 

Umferðarfræðingur sýndi t.d. að ákveðinn fjöldi bíla (um 7.000-10.000 á dag?) færi þarna um og yrði þá beint annað eða gerði umferð tregari, með vinnutapi og stressi. En bílfjendurnir voru ekki af reiðhjólabaki dottnir, heldur lýstu almennri samstöðu íbúanna í Vesturbæjarblaðinu og víðar. Síðan bættu þeir um betur og tóku bílastæði burt, á sama hátt og hjá stúdentum og í Borgartúni, hvar sem mikil þörf er á stæðum. Dýra (en góða) búðin sem við eigum að nota, Melabúðin, fær ekki lausnir á bílastæðavanda sínum eða íbúarnir þar í grennd, heldur er alls kyns fánastöngum raðað út á götuna endilanga. Íbúarnir fá þar á sig umferðarteppur, bílastæðaskort og ónæði að þarflausu, sem er eins og Jóhanna Sig. hefði fundið það upp. 

Hjol i Kina

Aðalafsökunin fyrir þessari sólundun á peningum, tíma og orku íbúanna frá Bestu borgaryfirvöldum er að umhverfið verði vistvænna. Endurhugsa þarf (mis)notkun þessa orðs. Væn vist fyrir íbúa staðarins er að geta notið lífsins á þann hátt sem það kýs án þess að valda öðrum ónæði eða miska. Það kýs kannski að skjótast hingað og þangað um borgina að vild og við eigum að gera umferðarflæði þess áreynslu- og hættuminna. Í staðinn er þessum borgaryfirvöldum alveg fyrirmunað að aðstoða borgarana á þennan hátt, heldur beinlínis að þvinga þá til athafna sem teiknaðar eru upp í miðborgum Norður- Evrópu, þar sem ögranirnar eru allt aðrar. Hámark þvingunarstefnunnar birtist síðan í fyrirliggjandi Aðalskipulagi, þar sem bílastæði og bílaumferð eiga sannarlega ekki upp á pallborðið. 

Snaraukin hætta 

Aðförin að Hofsvallagötu minnir á Suðurgötu næst miðbænum, þar sem ökuleiðin inn í bæ var tekin af og settur hjólastígur í staðinn. Einnig var merkt fyrir hjól í malbikið í hina áttina og gangstéttin breikkuð. Þegar ég hef hlaupið þarna síðan á gangstéttinni, þá nota hjólreiðamenn hana, á meðan hjólastígurinn er auður. En umferðin beindist inn í örþrönga Tjarnargötuna, fram hjá leikskólanum og með bílum lagt á báða vegu. Hættan margfaldaðist og ónæðið jókst fyrir alla.

Hlutverk borgarfulltrúa er að vera til þjónustu fyrir íbúana, ekki að þvinga þá til eins eða neins. Þessi síðasta borgarstjórn verður vonandi sú síðasta af þessu tagi, þar sem sósíal- ídealisma er troðið upp á fólk allan daginn og leiðtoginn er trúður.

 

 


mbl.is Boða íbúa á fund vegna Hofsvallagötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband