Kvótinn í hendur þeirra sem ekki veiða

Rækja Pandalus Borealis

Núna á elleftu stundu fyrir upphaf næsta veiðiárs í rækjunni kemur ráðherra loksins upp með vísbendingu um fyrirkomulag kvóta í rækjunni, eftir að Steingrímur J. hafði rústað sumrinu með rækjuveiði- lokun sinni frá 1. júlí 2013, en það olli mörgum verulegum búsifjum, algerlega að þarflausu.

Óþurft Steingríms og gamli kvótinn 

Því miður ógilti Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ekki fyrirskipun Steingríms J. og rústaði þá hálfu sumrinu. Nú bætir hann svo í ófarnaðinn með því að halda við gamla kvótafyrirkomulaginu að 70% leyti, þar sem langstærsti hluti þess kvóta var í höndum þriggja stórra útgerðarfélaga, sem stunda ekki rækjuveiðar og hafa ekkert með þennan kvóta að gera núna. Sum höfðu fengið þennan kvóta í uppbót fyrir langalöngu vegna falls annarra tegunda.  

Miðjumoðslausn í stað uppstokkunar 

Þessi ráðstöfun er miðjumoðslausn, þar sem þeir sem hafa stundað rækjuveiðar sl. 3 ár í frjálsum veiðum og eru náttúrulegustu þegar nýs kvóta, fá einungis 30% kvótans, en það þýðir að hjá flestum þeirra borgar sig ekki að veiða eigin rækjukvóta, því að hann nægir ekki til rekstrarins. Því liggur fyrir að margir þeirra sem lögðu út í rækjuveiðar t.d. í fyrra eða í hitteðfyrra hafa tapað sinni fjárfestingu og þurfa annaðhvort að leggja út í kaup af gömlu kvótaeigendunum eða að játa sig sigraða.

Óarðbært 

Niðurstaða alls ofangreinds er líka sú, að rækjuverksmiðjurnar, sem eru meginstoðir nokkurra byggðarlaga, munu ekki fá nægilegt magn af íslenskri rækju inn til sín, eða amk. verður það enn óarðbærara að vinna rækju nú en áður, sem var þó tæpt fyrir. Samkeppnisaðstaða Kanada og Norðmanna eykst fyrir vikið, en Ísland líður fyrir þessar mistæku aðgerðir stjórnvalda.

Rækjukvóti á ekki við 

Síðan er það annar kapítuli, að kvóti í rækjuveiðum við þessar aðstæður, þegar veiðimagnið er aðeins 10% af því sem það var þegar það var mest, er alger mistök. Hafrannsóknarstofnun viðurkennir að lítið sé vitað um stöðu rækjunnar, enda skorti rannsóknir, en dæmir síðan út frá þeim lágu tölum, sem veldur því að ráðamenn telja sig gera rétt að fylgja þeim. Rækjan er lágt í fæðukeðjunni, ekki er hægt að geyma hana í sjónum í formi kvóta og afrán þorsks ræður mestu um stofnstærð, eins og rannsóknir hafa sýnt.  Veiðum meiri þorsk og höldum rækjunni uppi.

Nýr kafli upplausnar 

Nú hefst því annar kafli í rækju- kvótasögunni, þar sem útgerðaraaðilar verða að giska á útkomuna og hvort þetta fyrirkomulag haldist. Enginn er ánægður í raun, sem er aðall miðjumoðslausna, að reyna að fara milliveg sem er bara eins og á milli skips og bryggju. Annað hvort heldur maður sig í höfn eða siglir, annars fer maður beint í sjóinn.

  

 


mbl.is Fá 30% fyrir frjálsar rækjuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband