Línurnar skýrast í borginni

Gisli Marteinn VB

Niðurstaða skoðanakönnunar um flugvallamálið hefur eflaust átt þátt í ákvörðun Gísla Marteins um að hætta í stjórnmálum. Borgarskipulagið er líka heldur ekki í anda Sjálfstæðisstefnunnar, en hann studdi hvorttveggja, á meðan 92% Sjálfstæðisfólks vill láta völlinn vera í friði og langflestir kjósa að vera á bíl og geta lagt honum einhvers staðar nálægt áfangastað.

Rými fyrir Sjálfstæðisfólk 

Nú verður til rými fyrir frambjóðendur sem eru tilbúnir að fylgja stefnu Sjálfstæðisfólksins í landinu og í borginni, eins og fram kom á réttum vettvangi, landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er ekki eins flókið og fólk heldur, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgi þeirri stefnu sem Sjálfstæðisfólk setur því.

Ræður Latte- hópurinn? 

Nú er von til þess að fulltrúarnir fylgi markaðri stefnu, en enn streitast borgarfulltrúar flokksins við það að hlusta á þessi 8% sem vilja völlinn burt. Komandi prófkjör mun þá taka á því, nema að Facebook- lýðræði 101 Latte- SamBesta gengisins nái að koma sínum reiðhjólandi fulltrúum að, í stað þess að vera fulltrúar allra Reykvíkinga í öllum hverfum borgarinnar, sem þurfa að stunda sitt nám og sína vinnu bílandi og eiga jafnvel líf utan miðbæjarins. 

Hver er fulltrúi RÚV? 

RÚV greip gjarnan til Gísla Marteins sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, enda skoðanir hans vel nálægt RÚV, Samfylkingunni og Besta flokknum. Líkt og Þorsteinn Pálsson og Ólafur Clausen voru jafnan kallaðir til í ESB- málum í nafni flokksins, þótt Sjálfstæðisfólk upp til hópa væri gegn ESB- aðild. Hverja skyldi Gísli Marteinn nú tala við sem fulltrúa flokksins? Það verður athyglisvert. 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Með því að fara til RUV er Gísli komin hálfa leið heim, það væri best ef hann stígi skrefið til fulls og gengi til liðs við samspillinguna, það ættu fleiri úlfar undir sauðagæru að íhuga. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband