Gull, Silfur og Brons

Gull Silfur og Brons

Þau sem vilja Reykjavíkurflugvöll kyrran og eru í andstöðu við samgöngu- og skipulagsáætlanir Samfylkingar og Besta flokksins voru kosin í gær til forystu borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, í þrjú efstu sætin. Því ber að fagna, þar sem bíl- og samgöngufjendur allra flokka verða þá undir í viðleitni sinni við það að breyta Reykjavík í stíflaða og staðnaða borg.

Núna er valkosturinn skýr í borginni næsta vor:  Sjálfstæðisflokkurinn!


mbl.is Halldór oddviti sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þessar niðurstöður er gríðarleg vonbrigði

eina stíflan sem er verið að boða er sú staðreynd að þeir kapparnir vilja byggja austar og austar sem mun leiða til umferðarteppu á hverjum morgni.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2013 kl. 12:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sleggjan, sjónarmiðin þeirra sem þú kaust í samgöngumálum gætu hafa ráðið því hvernig fór fyrir þeim, eða svo virðist vera: að ekki eigi að pína fólk til eins og annars í umferðarmálum eða að fara gegn landsfundi með það að halda Reykjavíkurflugvelli eins og við viljum flest.

Ívar Pálsson, 17.11.2013 kl. 17:58

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri þá gaman að vita hvar þú vilt ná í þessa 350 milljarða sem þetta mun kosta okkur

http://www.ruv.is/frett/breytt-borgarskipulag-sparar-milljarda

Sleggjan og Hvellurinn, 17.11.2013 kl. 18:34

4 Smámynd: Magnús Birgisson

Þú getur þá huggað þig við það Sleggja að þessir útreikningar Mannvits eru án efa réttir en um leið rökleysa því það væri alveg eins hægt að reikna það út hvað sparaðist við það að allir Íslendingar byggju í einni risablokk í Vatnsmýrinni. Það væru örugglega þúsundir milljarða...

Gallinn er bara sá að að það vill enginn búa við þau skilyrði og fólk vill ekki heldur búa við þau skilyrði sem Mannvit reiknar. Nágrannasveitarfélög RVK hafa unnið í samkepnninni um nýja íbúa á síðustu 10 árum og þeirri þróun þarf að breyta.

"Vandamál" í umferð eru auðleysanleg..t.d. með þéttingu byggðar í austuhluta borgarinnar og/eða færslu LSH frá Hringbraut. Rörsjón núverandi meirihluta er að leiða Reykvíkinga í ógöngur...

Magnús Birgisson, 18.11.2013 kl. 09:16

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvernig getur það lagað umferðarteppur í ártúnsbrekku með því að þétta byggð austar?

Þetta er ótrúlegur málflutnignur.

Svo er enginn að tala um eina blokk í vatnsmýrinni. Það er einfaldega veriða ð tala um nýja skipulagið í rvk.. og fólk vill búa þarna miðsvæðis. Annars væri íbúðaverð ekki svona hátt.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2013 kl. 11:19

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Skipulagsstefna SamBesta í dag er að hægja á umferð og þrengja að ýmsum stofnæðum til þess að neyða fólk frá bílunum sínum yfir í almenningssamgöngur, reiðhjól og rúlluskauta. Vel má bæta umferðarflæði aðalæða með samstillingu ljósa, mislægum gatnamótum, fráreinum og aðreinum. En borgaryfirvöld þessi vilja það ekki og vilja ekki bæta úthverfin, hafa hreinlega lýst því yfir með aðgerðarleysi sínu.

Ívar Pálsson, 18.11.2013 kl. 18:57

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar á peningurinn að koma í allar þessar vegaframkvæmdir?

Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2013 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband