Grænland, Noregur og Ísland, nei við ESB

Arctic NAtl kort

Stjórnvöldum ber líklega núna gæfa til að vinda ofan af ESB- umsókn vinstriflokkanna. Þar með bætist Ísland í hóp þeirra norrænu auðlindaþjóða sem hafna ESB- aðild eða umsókn um hana. Grænlendingar tóku af skarið og njóta nú afraskturs stefnu sinnar. Noregur hafnaði aðildarsamningi í tvígang og stefnir í að verða ein ríkasta þjóð í heimi. Þessar þrjár þjóðir og sérstaklega fámennari vesturhlutinn njóta nú eigin auðlindastjórnar og vonandi um alla framtíð.

Mikil er gæfa okkar að losna undan fári þungu. 

 


mbl.is Ákveðið að slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 15:06

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Takk fyrir innlitið á siðuna mína um daginn Ívar. Vil ítreka það að ég er EKKI aðildarsinni. En ég spyr sjálfan mig að því hvernig Grænlendingar geta geta verið utan ESB meðan Danirnir eru innanborðs þar sem Grænland tilheyrir ennþá Danska konungsríkinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.2.2014 kl. 16:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gerðu þeir ekki sér samning við Dani um að standa utan við bandalagði, minnir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2014 kl. 16:26

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er af Wikipedia: Greenland originally joined the then-European Communities with Denmark in 1973. However, it left following a referendum in 1985, with 53% voting for withdrawal after a dispute over fishing rights.[8] The Greenland Treaty formalized their exit.

The Treaty entered into force on 1 January 1985, and on 1 February 1985 Greenland formally withdrew from the European Communities. The Treaty arranged the exit of Greenland and amended earlier treaties of the European Communities. As such it is an integral part of the constitutional basis of the European Union. The decision to withdraw was made after Greenland had achieved self-rule and was made to ensure Greenland's rights to its fishing waters and to limit external influence.

Ívar Pálsson, 22.2.2014 kl. 17:13

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Grænlendingarnir 57.000 með allar sínar auðlindir eru ekki á leið inn í ESB, sem deilir ríkidæminu með 500 milljón manns.

Ívar Pálsson, 22.2.2014 kl. 17:17

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Norðmenn eru með það stórt hagkerfi að þeir þurfa ekki á öðrum að halda;

annað en Ísland með minnsta hagkerfi í heimi.

=Það er ekki hægt að bera þessi 2 lönd saman.

Er utanríkisþjónusta Grænlands ekki ennþá undir hattinum hjá Dönum sem eru í ESB?

Jón Þórhallsson, 23.2.2014 kl. 00:02

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, þjóðir sem eru ríkar af auðlindum geta notið þess á fullu, ef um fulla sjálfsstjórn er að ræða, hversu litlar sem þær eru. Ef eitthvað vantar upp á hagkerfið þá er hægt að fá þá þjónustu utanað, t.d. munu Kínverjar vinna í námum á Grænlandi. Því ríki dettur ekki í hug að gerast hérað í Kína!

En ef gjaldmiðillinn er málið, þá er t.d. alltaf hægt að taka upp Kanadadollar. En áður þarf fjárhagur ríkisins að vera kominn í fastar skorður, líka vegna Evru eða einhvers annars.

Ívar Pálsson, 23.2.2014 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband