Er ríkisstjórnin ekki í lagi?

Two reds

Þegar núverandi ríkisstjórn var kosin í fyrra hét hún því að skipta út að hluta Græningjum, sem stýra fjöreggi Íslands, Landsvirkjun. Sú varð raunin að hluta, en hverjar voru svo kallaðar til nema öfgasinnar umhverfis- afturhalds- stefnu, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og já, Álfheiður Ingadóttir! Allt sem þær mætu konur hafa látið frá sér fara virðist hafa verið stungið undir stól og nú mega þær stöllur setjast í stjórn áhrifamesta fyrirtækis á Íslandi og segja NEI! NEI! NEI! NEI! osfrv.

Hvað ætli þær segi um t.d. skilmálana á stærstu lánum sem tekin eru á Íslandi? Ég sé þær fyrir mér koma með innblásnar athugasemdir um þá. Eða um rekstraráætlanir, ársreikninga og stórframkvæmdir? Hvar eru allir verkfræðingarnir? Ekki til í flokkum þessarra pólitískt ráðnu kvenna á kvótunum sínum?

Þar fóru vaxtartækifærin. Nema Jónas Þór, Helgi Jóh og Jón Björn nái að ráða einhverju. Eins gott að þeir standi þá saman. 


mbl.is Jónas Þór nýr stjórnarformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott að einhverjir andæfi öfgavirkjunarsinnum. Þeirra draumur er Ísland í anda Múrmansk þegar horft er til umhverfismála.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.4.2014 kl. 11:10

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Ingi, Landsvirkjun er stærðar fyrirtæki sem þarf að stjórna af kunnáttu og færni. Það er Lands- virkjun! Ekki einhver umræðuklúbbur.

Þær virkjanir sem komist hafa upp þrátt fyrir andmæli nýju stjórnarkvennanna eru síst til öfga taldar og hafa undirstrikað hagsæld Íslands, allt með endurnýjanlegri orku. Öfgarnar væru að virkja og framleiða fyrir Evrópu, sem Samfylkingin er svo áfjáð í að gera.

Ívar Pálsson, 3.4.2014 kl. 11:30

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Kannski verður að skipa tvo stjórnaraðila í Landsvirkjun frá stjórnar- andstöðunni. Þeir flkkar ættu þá að vera faglegri í vali sínu.

Ívar Pálsson, 3.4.2014 kl. 13:39

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ívar ég hef áhyggjur af Ríkisstjórninni,ég held að hún sýni ekki nógu mikla hörku. Ég er með sömu spurningu og þú, er Ríkisstjórnin ekki í lagi?

Eyjólfur G Svavarsson, 26.4.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband