Evru- atvinnuleysislönd unga fólksins

Spann atvinnuleysi ungraAtvinnuleysi ungs fólks (15-24) var 10,7% á Íslandi í desember 2013. Það og hagvöxtur er í hróplegri andstöðu við ástandið í Suður- Evrulöndum sbr. línuritin hér, sem sýnir glöggt að við höfum ekkert að gera í Evru- hópinn með allt hans atvinnuleysi og stöðnun. Óskiljanlegt er hví hámenntað fólk í þessum fræðum í hópi Evrusinna heldur áfram með áráttu sína, því að svo lítur út að þau hafi annaðhvort ekki lesið almennar skýrslur  (ath. þungt skjal) eða stungið þeim undir stól, þegar þau unnu velborgaða álitsgerð sína fyrir stóru ESB- höllu samtökin. 

Vandræði suðursins til norðurs 

Evrulond VLF a mann

Vitað er að atvinnuleysi ungs fólks rýkur upp í kreppum á þeim stöðum sem gegnið er fast, eins og í Evrunni. Áhyggjum veldur að um 64% hlutar þessa atvinnuleysis verður varanlegt í kerfinu, sem þýðir að drjúgur hluti heillar kynslóðar fær líklega aldrei vinnu allt sitt líf og verða varanlegir bótaþegar hins fækkandi vinnandi fólks. Suður- og Norður- Evrópa eru eins og svart og hvítt í flestum málum (sjá línurit) og þar eru Spánn, Ítalía, Frakkland stór, að ógleymdum jaðrinum, Grikklandi og Portúgal. Þessi uppsafnaði mismunur hvers árs gerir vandamál Evrunnar óviðráðanleg og vonlaust að halda uppi sameiginlegri peningastefnu með mörg misjöfn hagkerfi án sameiginlegrar yfirstjórnar til lengdar.

Engar áhyggjur af atvinnuleysi Evrulanda? 

En unga menntaða fólkið hér hefur síst áhyggjur af þessu atvinnuleysi Evrulanda, ef marka má undirtektir þeirra við það að ganga í ESB og taka upp Evru, þó að það lendi óumflýjanlega í atvinnuleysissúpu Evrulanda. Fái ekki atvinnu í stöðnuðu hagkerfi og hundruð manna keppa um sama starfið á meðan 19 milljónir manna eru atvinnulausar.

Vextir út um allt 

Evrulondin vextir  2014

Svo er talað um lægri vexti í Evrulöndum. Vaxtastigið er út um allt, enda sprakk kerfið í hruninu (sjá línurit til hægri).  Hvar Ísland lendir í því fer eftir ótal þáttum, en ekki erum við Þýskaland. Skuldatryggingarálag hvers ríkis segir líka oft til um raunstöðu þess hagkerfis. Það sveiflast verulega innan Evrulanda.

Meiri vandræði 

Við tökum á stóru óvissuþáttunum okkar þessi árin, á meðan Evrulönd ýta sínum vandræðum áfram með ótæpilegri peningaprentun. Við inngöngu í ESB og upptöku Evru tækjum við upp uppsöfnuð vandræði Evrulanda eftir hrun (já, takið eftir, það var alþjóðlegt) og fengjum ægistjórn Evrópskra banka yfir okkur, sem sýndi enga vægð í Grikklandi og Portúgal, enda er hagur bankanna settur í forgang í ESB. En öruggt yrði hærra atvinnuleysisstig hér í Evrulandi.


mbl.is Atvinnuleysi óvíða minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband