Lýðskrumsræði: Lítill hluti ræður

Voting second choice

Stjórnarhættir í Reykjavík falla núorðið undir það sem kalla má lýðskrumsræði, þar sem hagsmunir mjög lítils minnihluta ráða aðgerðum gegn stóra meirihlutanum, sem næst með loforðaflaumi í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum.  Við þekkjum þetta vel úr ESB- málunum, þar sem mjög lítill hluti einarðra ESB-sinna nær undirtökum í stjórnmálaflokki og samtökum, stýrir umræðunni í gegn um fjölmiðla og nær að gegnsýra upplýsingasamfélagið með misvísandi upplýsingaflaumi, sem drekkir einföldum staðreyndum svo að kjósandinn ráfar um í örvinglan.

Komast til valda 

Eftir fjögur ár af afstæðu stjórnleysi í Reykjavíkurborg, þar sem þessir stjórnunarættir ríkja, er kjörinn jarðvegur fyrir sérfræðingana í þessum málum að koma sér vel fyrir til valda í borginni. Leiðirnar sem verða helst fyrir valinu til þess að ná þessum markmiðum eru helst í gegn um umferðarmál og húsnæðismál. Í umferðinni eiga þau fáu prósent (4%?) sem fara á reiðhjóli til vinnu sinnar að hamla því hvernig þrír fjórðu (eða 74%?) okkar komast um á bílum. Í húsnæðismálum eiga þau sem þiggja félagslega aðstoð okkar til leigu húsnæðis og þau sem ekki kaupa húseignir að ráða því hvernig húsnæðismarkaðurinn fer, allt í gegn um sveitastjórnarkosningar.

Þekktu sjálfa(n) þig 

Kjósandinn þarf að fara í innhverfa íhugun á fjögurra ára fresti og spyrja sig hvaða flokkur fylgi grundvallar- gildum kjósandans, t.d. um frelsi til athafna og sjálfstæðis. Ef það bregst er hætt við því að fjárfesting auglýsingaaflanna hafi skilað arði og geri það til framtíðar.


mbl.is Fylgi framboða breytist lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband