Vísindi, dropar og Decode

Vísindin heilla mig æ meir. Það er með ólíkindum hve eljusamt fólk getur verið í leit sinni að örlitlum sannleika að því er virðist, þrátt fyrir andstreymi og jafnvel athlægi er það verður fyrir einhvern tíma í þessu ferli.  Vísindamaður einn, prófessor dr. Sigurður Thoroddsen í Singapore, mágur minn, er dæmi um þetta.  Þegar hann var að mæla og reikna út vindsveipi um skýjakljúfa eða vindmótstöðu skíðabrunkappa, þá skildi fólk það mætavel, en þegar hann fór að rannsaka fall blekdropa á blað og var alvara með það,  þá héldu margir að hann væri eitthvað að tapa sér. Thoroddsen drop

Öðru nær, hann skoðaði dropana sína ofan í kjölinn, dropinn holar steininn og hann hélt því áfram í áratug og núna í annan.  Farið er dýpra og dýpra ofan í viðfangsefnið þar til niðurstaðan er stórkostlegt sjónarspil með hjálp japanskrar ofurmyndavélar sem tekur allt að eina milljón mynda á sekúndu!  Hver sveifla í kanti dropans er reiknuð út með flóknum stærðfræðiformúlum og náttúrumynstrin sem skapast eru með ólíkindum, þrátt fyrir smæð sína, eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Hvort nokkuð af þessu er praktískt á beinan hátt á eftir að koma í ljós og skiptir í raun ekki máli, heldur það að þekking okkar eykst.

Íslensk erfðagreining (Decode) hefur þegar eytt milljörðum í þekkingarleit sinni að skrá hvert einasta gen mannsins og að tengja þau við sjúkdóma, en krafa umheimsins um að allt borgi sig strax er fullhörð, þar sem sannleiksdroparnir taka sinn tíma að hola steininn.  Sú þekkingareign sem bundin er í fyrirtækinu og starfsfólki þess er verulegur vegsauki fyrir íslenska vísindastarfsemi og má aldrei gleymast í dægurmálaþrasi.

Við styðjum best allt vísindafólk með því að þakka þeim fyrir þrákelkni þeirra við sannleiksleitina.  Við vonumst til að þau geti haldið áfram á fullum krafti, þrátt fyrir landlægan skort á skilningi og stuðningi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll Ívar.  Þetta er flott hjá þér.  Mig langar að bæta við einni klisju:  Hættulegustu mennirnir eru þeir sem fundið hafa sannleikann.  Þeir eru þá ekki að leita að honum heldur að sýna fram hann.

Gunni 

Gunnar Þórðarson, 10.3.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Steindór J. Erlingsson

Ég tek undir með Gunnari um að hættulegastir séu þeir sem telja sig hafa fundið sannleikann.  Þetta á því miður við um marga vísindamenn og á upphafsárum deCODE voru talsmenn fyrirtækisins í þessum flokki, eins og ég þekki af eigin raun.  Vísindin eins og aðrar gjörðir mannanna þufa líka að þola gagnrýni! 

Steindór J. Erlingsson, 10.3.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband