Frosin tilboð

WOWair-party

WOW- flugfélagið auglýsti 2015 sæti á 2015 kr. hvert á hádegi í gær. Vinafólk mitt vildi þá stökkva á Salzburg, en tilboðin virtust frosin á dýrari staðina, því að einungis London komst í gegn þegar reynt var. Tilboðið reyndist því alger tímasóun fyrir okkur, þar sem tölvur WOW voru frosnar gagnvart Salzburg í þær 35 mínútur sem tók að selja sætin, þrátt fyrir ljósleiðaratengingu okkar og ítrekaðar tilraunir.

Fróðlegt væri að heyra frá neytendum hvort þeir hafi komist í gegn og keypt miða á dýrari staðina. Eða að heyra frá WOW hvort langflestir miðanna hafi selst á ódýrustu staðina. Svona tilboð í frosnar tölvur sem virðist stýrt á einn veg er ekki í lagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband