Of seint

Klakinn kemur
Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er „dottið í það“, eins og ruglað er. Leyfa þarf nagladekk í október, því að það gerist á hverju hausti að vetrarveðrin koma, en maður tekur ekki áhættuna að fá tugþúsunda sekt frá umhverfis- fanatíkum borgarinnar fyrir að vera grandvar fjölskyldufaðir, „Bonus pater familias“ og skipta tímanlega um dekk.
 
Nú kemur svo skriðan af þeim sem segja að nagladekk séu óþörf, líka jeppar osfrv. en það er ekki málið, heldur að þeir sem nota nagladekk undir bíla eru píndir til að vera á sumardekkjunum sínum of lengi. 1.október er öllu réttari dagsetning, sérstaklega fyrir þau okkar sem þurfum að ferðast út á land.
 
Reynum ekki að hafa vit fyrir náttúrunni, hún hefur sitt fram eins og hjá mönnunum!

mbl.is Alls ekkert ferðaveður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir þá sem þurfa að fara yfir fjallvegi er gott að vera á sem bestum dekkjum snemma. En langt yfir 90% þurfa ekki á negldum dekkjum að halda og það eitt, að hugsanlegt sé að einhver hálka kunni að myndast á morgun á höfuðborgarsvæðinu og að það er ekki fyrirsjáanlegt að það snjói að neinu marki að minnsta kosti næstu viku, sýnir að það er óþarfi að fara á límingunum í umhverfi þar sem allt er saltað vinstri hægri, jafnvel umfram nauðsyn.

Ómar Ragnarsson, 19.10.2014 kl. 16:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Fyrir þá sem eru með vetrardekkin sín sem nagladekk, sem er sjálfsagt á Íslandi, amk. í Reykjavík þar sem minni götur eru gjarnan ekki ruddar, hvað þá saltaðar fyrr en seint og um síðir, þá þarf að leyfa þeim að setja dekkin undir þegar þörfin myndast á því, ekki seint og um síðir í dagatalinu. Bílar á sumardekkjum í flughálku eru fyrir og valda hættu, sem eigendur þeirra vilja ekki valda, heldur bara að fá leyfið til þess að nota þetta sjálfsagða öryggistæki.

Ívar Pálsson, 19.10.2014 kl. 17:52

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Naglar eru frábærir á svelli. Og ef maður er á 4x4 bíl með of breiðum dekkjum - þeir eru eins og belja á svelli ónelgdir í smá hálku.

Það er frost rétt undir 0 sem er verst.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2014 kl. 18:11

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo má ekki gleyma þeim sem þurfa að aka út fyrir Reykjavík stöku sinnum. Þó ekki sé nema austur fyrir fjall eða á Suðurnesin.

Þegar glerungur er á malbikinu er mikið öryggi í negldum dekkjum. Það þarf því ekki snjó.

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2014 kl. 18:16

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Lausnin er ekki að leyfa nagladekk í október heldur að fara að dæmi til að mynda Þjóðverja sem banna nagladekk alfarið með frábærum árangri. Nú er það ekki þannig að vetrarfærð og aksturskilyrði þar í landi sé e-ð minna viðsjárverð heldur en hér nema síður sé. Þrátt fyrir að leyfa ekkir akstur á nöglum eru Þjóðverjar í ofanálag margfalt sparari á saltaustur en Íslendingar. Þjóðverjar verða ekki sakaðir uma að reyna að hafa "vit fyrir náttúrunni" hvað þetta varðar heldur beita þeir skynsemina til að leysa málið. Þeir hrapa ekki að auglýsingaskrumi hvar sé að finna ódýrustu ónegldu vetrardekkinn eða heilsársdekkin. Nei þeir velja dekkinn eftir útkomu umfangsmikilla og ábyggilegra alvöru prófana sem þeir standa árlega að (aðallega í norður Finnlandi. Þjóðverjar (og reyndar margar aðara þjóðir) hafa fyrir löngu komist að því að nagladekk eru óþörf og valda með svifryksmengun ómældu tjóni á vistkerfinu og heilsu fólks ekki síst barna sem eðlilega hafa mun viðkvæmari öndunarfæri en fullornir. Merkilegt nokk þá hafa viðamiklar rannsóknir norskra tryggingafélaga leitt í ljós að hlutfallslega mun fleiri ökumenn sem aka um á negldum dekkjum eru valdir að umferðartjóni en þeir sem aka um á ónegldum dekkjum sem skýrist af því að ökumaður á negldum dekkjum hefur tilhneigingu til að láta stjórnast af falskri öryggiskennd í umferðinni. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda margsannað með áreiðanlegum prófunum að nagladekk hafa í raun sáralítð fram yfir góð alvöru ónegld vetrardekk og raunar aðeins á blautum ís. Ath. að hér er ég í þessum samanburði að tala um alvöru ónegld vertrardekk sem eru skilgreind og framleidd sem slík en ekki svonefnd heilsársdekk. Því miður er allt of algengt að dekkjaverkstæði og seljendur dekkja leggi að jöfnu heilsársdekk og alvöru ónegld vetrardekk og sýna með því í raun vítavert ábyrgðarleysi. Því er rétt að benda fólki á að ef dekk er ekki merkt með þríhyrningslöguðu tákni með fjallstindi (gildir fyrir Kanada og USA) eða með frostrósartákni þá er ekki um alvöru eða eiginlegt vetrardekk að ræða. M+S táknið eitt og sér fullnægir aðeins skilyrðinu fyrir heilsársdekk.

Athuga að regin munur getur verið á aksturseiginleikum heilsársdekks og eiginlegu ónegldu vertrardekki. Það er einnig rétt að hafa í huga að að öllu jöfnu er óæskilegt að aka á eiginlegu vetrardekki að sumarlagi vegna þess að þau slitna tiltöllega meir við sumarhitastig en sumardekk og heilsársdekk. Ástæðan er mýkra gúmmí vetrardekkjanna sem þar af leiðandi er viðkvæmara fyrir hærra umhverfishitastigi.

Ég skora á höfund þessa bloggs og aðra sem hafa til þessa lagt allt sitt traust á nagladekk að verða sér úti um tækifæri til að prófa að aka bíl á góðum alvöru ónegldum vetrardekkjum. Í því sambandi ættu þeir að kynna sér niðurstöður hinna umfangsmiklu árlgeu prófana á vetrardekkjum sem ég hef hér vísað til. Þar ætti fib.is að geta vísað leiðina.

Daníel Sigurðsson, 19.10.2014 kl. 22:08

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég þakka greinargerðirnar. En rifja þá einmitt upp "my year of living dangerously" þar sem ég rann á nagladekkjalausum bílnum t.d. niður Þingholtin framhjá stoppskilti yfir umferðargötu og þegar maður flaut oft á svellinu eða komst hvergi. En umræðan endar alltaf á þessu, hvort nagladekk séu æskileg eða ekki. Það er ekki málið í mínum huga, hér við heimskautsbaug á þetta við. Fólk á að hafa frelsið til að bjarga eigin lífi og annarra. Ekki er rétt að banna þeim það á Ísa landi.

Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 00:08

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

"Fólk á að hafa frelsið til að bjarga eigin lífi og annarra", segirðu.

Á móti má spyrja: Á fólk að hafa frelsi til að menga með lífshættulegum hætti andrúmsloft annarra?

Til að mynda þá hníga niðurstöður rannsókna í þá átt að svifryksmengun af völdum naggladekkja valdi því að krabbameinstilfelli í öndunarfærum sé mun algengari á höfuðborgarsvæðinu en annarsstaðar á landinu.

Þegar þú rannst þarna á "nagladekkjalausum bílnum" þarna um árið, heldurðu að þú gætir rifjað það upp hvort þú varst á eiginlegum vetrardekkjum eða ekki? Eða telurðu kannski að engu máli skipti um hvaða tegund naglalausra dekkja er að ræða á blautu svelli?

Daníel Sigurðsson, 20.10.2014 kl. 01:52

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Þótt það hljómi þverstæðukennt, þá hef ég lengi barist gegn svifryksmengun. Borgin þrífur göturnar mjög takmarkað þessi árin og svaraði því til að þetta komi alltaf bara strax aftur! Nagladekkin skapa ákveðna prósentu ryksins, síðustu tölur voru eitthvað um 20% ef ég man rétt, en saltið gerir raunar sitt. Uppblástur Íslands og eldfjallaaska mokast yfir okkur af og til, svo að við verðum að tíma að láta þrífa göturnar. En að láta eins og það sé ekki eðlilegt að nota nagladekk á klaka er ekki sanngjarnt, eða að nagladekk láti fólk fá lugnasjúkdóma. Alveg eins skortur á þrifum. Kannski eins og að segja að byssur drepi fólk, ekki mennirnir sem skjóta með .eim.

Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 08:55

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið villurnar: ...eða að nagladekk láti fólk fá lungnasjúkdóma. Alveg eins skortur á þrifum. Kannski eins og að segja að byssur drepi fólk, ekki mennirnir sem skjóta með þeim.

Ívar Pálsson, 20.10.2014 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband