Lýðræðið dagaði uppi

Masses

Neyðarfundurinn í kvöld vegna neyðarbrautarinnar er boðaður vegna þess að Dagur B. Eggertsson hundsar vilja þorra íbúanna og raunar landsmanna allra. Ég hvet ykkur til þess að koma og kynna ykkur það hvernig lýðræði er fótum troðið í borginni, bæði þegar Dagur stjórnaði á bak við trúðinn, en núna á bak við fjöldann.

Undirskriftir tugþúsunda manna og samþykktir íbúasamtaka eða fagaðila liggja fyrir, en ekkert nær í gegn um Eggertsson sjálfan. Hann lætur eins og ótal nefndir og ráð hafi allt um þetta að segja, á meðan hann fylgir stefnu síns flokks til hlítar gegn þegnum þessa lands.

Hafa borgararnir eitthvað um niðurstöður í flugvallarmálinu að segja? Sjáum til á fundinum, sjáumst þar.


mbl.is Borgarafundur vegna neyðarbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Að hver þjóð verðskuldi það sem hún kýs yfir sig?"

Fleyg ummæli.

Jón Þórhallsson, 21.10.2014 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband