Músíkin á Titanic

Vermi-tolin

ESB er hætt að koma manni á óvart í áratuga- framundan- stefnumörkun sinni að bæta heiminn á meðan nærumhverfið og nútími þess er í fjárhagslegri rúst. Orðið „metnaður“ kemur alltaf fyrir þegar tilkynningum ESB um fyrirmyndarríkið er varpað um heiminn og minni kolefnislosun er eitt aðalatriðanna sem drottnunarsamsteypa ídealistanna leggur áherslu á.

Barist gegn hlýjum vindum

Sannarlega eru það ekki fjármál, samkeppnisfærni, skilvirkni, frelsi þjóðanna og afkoma einstaklinganna sem mestu máli skipta fyrir ESB, enda dalar það hjá þeim, heldur skal minnka varmaukningu heimsins um 2°C með góðu eða illu. Skiljanlegra væri ef barist væri gegn mengun, en svo herfilega er búið að rugla umræðuna að kolefnislosun er gjarnan kölluð mengun, sem hún er ekki.

Valdatækið kolefnislosun 

Evrópusambandið beitir þessu valdatæki sínu, kolefnislosun, til þess að handstýra því hvaða aðildarþjóð fær að vaxa eða hver skal dala. Pólverjar verða t.d. gjarnan undir í þeirri baráttu og niðurskurði á orkuframleiðslu og -notkun þar er beitt grimmt, á meðan Þjóðverjar auka kolanotkun sína en loka kjarnorkuverunum og Frakkar nota sín á fullu með 3/4 raforkuframleiðslunnar frá kjarnorku.

Verstir sjálfum sér 

Síðast þegar ég athugaði þá voru 17% kolefnislosunar heimsins undir stýringu, aðallega ESB, á meðan hin 83% voru hindrunarlítið hjá öðrum ríkjum sem njóta helst hagvaxtar. ESB er verst sjálfu sér en heldur samt áfram að spila sömu músíkina á meðan fjármál þeirra stefna beint á ísjakann.


mbl.is Samþykkja að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband