Hinir fáu ákveða fyrir fjöldann

NarrowingÞrengingin á Grensásveg er nýjasta uppátæki Dags & Co., þar sem miðbæjargengið fámenna þröngvar lífssýn sinni upp á fjöldann. Um 7,6% íbúanna búa í miðbæ Reykjavíkur en tæp 50% í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og í Grafarvogi samanlagt (sjá súlurit). Sá helmingur borgarbúa býr víst í „úthverfum“ skv. skilgreiningu latte- liðsins og aðrir sem búa í aðliggjandi sveitarfélögum en t.d. vinna í Reykjavík eru ekki inni í byltingar- myndinni stóru sem Dagur & Co. hampar, með allri sinni reiðhjólapólitík og bílfjendastefnu.

Íbúar og notendur ekki spurðir

Raunverulegir notendur gatnanna eru aldrei spurðir neins og heldur ekki fólkið í hverfunum. Einhver fundur með tugi manns er ekki marktæk leið, heldur verður að nýta nýjustu tækni til þess að ná til hvers og eins innan hverfis og utan. Leyniorð í farsímann/ tölvuna er líklegast besta leiðin til þess að kjósa um þætti sem standa nær fólki og finna þarf leiðir til þess að láta slíkt gerast. Betri Borg hefur aftur á móti ekki komist rétt af stað og er ekki skilvirk leið, enda gjarnan tillöguhrúga um smærri atriði en aðal- ágreiningsefnum er ýtt til hliðar.

Verulega knýjandi ástæður á að þurfa til þess að breyta skipulagi sem vel hefur reynst og hefð hefur skapast um. Dyntir mistækra stjórnmálamanna eiga ekki að rugga þeim báti.


mbl.is Ákvörðun um þrengingu var frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband