Enn einn skatturinn

COlosunarflokkarRaunverulegur kostnaður kolefnisvitleysunnar kemur æ betur í ljós núna, en verst er að Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn tekur þátt í þeirri fólsku, með álögum sem enda með að breyta bílaflotanum í druslur og dúkkuvagna, allt með þann vafasama tilgang að hita ekki heiminn um 2°C á næstu áratugum, sem ljóst er að verður hvort eð er ekki breytt.

Kosinn til hvers?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var skýr um það hvað gera skuli í skattamálum, t.d. að kolefnisskatta beri að afnema. Rökræn skýring á þeirri gjaldtöku er enda ekki til, þar sem sú blóðtaka mun ekki kæla heiminn á hundruðum ára. En Landsfunda- minni fjármálaráðherrans og formannsins er ekki alltaf sem best og þar þurfum við öll að minna hann og stjórnarliða á til hvers þau voru kosin.

Þessi stjórn

Ef Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í stjórn tekst ekki að lækka skatta, fækka þeim og draga ESB- umsóknina til baka sem allra fyrst, þá er greiður völlur fyrir skattglaða pólitíkusa vinstra megin við þá til þess að auka álögur í nafni heimshlýnunar, Evrópumiðstýringar eða hvaða firru sem þaðan kann að koma.

Stjórnvöld verða að sýna að nú er stjórn við völd! 


mbl.is „Ýtir undir druslubílavæðingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið erum við sammála þarna Ívar þetta gengur ekki að fara svona á bak við landsfund,Eins og við sjáum er FRamsók fainn að ráða þarna flestu,við getum ekki látið það vera svoan stoppum það,kveðja

Haraldur Haraldsson, 2.12.2014 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband