Ráðskast með okkur

Hjarta-asinnVinnubrögð Dags borgarstjóra og félaga opinberast smám saman eins og núna í dag þegar borgarstjórn samþykkti í raun Hlíðarenda- byggðina, sem gerir út um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar, með fyrirséðum afleiðingum. Samráð við borgarana og landsmenn var nánast ekkert.

Byrðar og félagsleg blöndun

Þar inn á milli reisir Dagur borginni hurðarás um öxl með félagslegum íbúðum, sem eru ekkert nema kostnaður fyrir borgarbúa, en á að „tryggja félagslega blöndun“. Byggt er á dýrum stað fyrir fólk sem ekki greiðir fulla leigu af ýmsum orsökum og skil á þeirri leigu er afar takmörkuð. Fjármögnin treystir líka á ríkið í þessu, sem skrifar ekkert endilega upp á þessa aðferð.

Upp í ermina

Dagur treystir semsagt á að ríki og borg standi undir þessum loforðaflaumi hans um byggingu íbúða, sem eru síðan reistar án teljandi samvinnu við borgarana. Ég hvet alla til þess að fara ofan í saumana á því hvað í þessu felst.


mbl.is Óvissa um fjölgun félagslegra íbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband