Ef óþolandi, þá ferðu bara eitthvað annað!

TvöbilastaediFormaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lýsir stefnu ríkjandi afla í borginni vel í frétt MBL í dag: „Eftir því sem göturnar verða breiðari og bílastæðin verða stærri, því meiri verður umferðin. Þannig að ég hef engar áhyggjur af því (að bílastæðahús vanti, innskot ÍP). Ef mönnum finnst þetta orðið óþolandi taka þeir kannski strætó eða labba, eða fara eitthvað annað. Þannig eru nær allar miðborgir. Í allmörgum borgum er tollur þegar ekið er inn í þær“.

Slys

Stórslysið sem stefnt er í með skipulag miðborgarinnar er eins fyrirsjáanlegt og hugsast getur. Ísjakinn blasir við beint framundan á radarnum, en samt skal stefnunni haldið, allt til loka. Tölurnar um margföldun núverandi bílastæða- vandræða eru sláandi, en Dagur og félagar virðast ákveðnir í því að miðborgin verði ekki fyrir alla Reykvíkinga eða landsmenn, sem ferðast um á bílum sínum, heldur aðallega fyrir þau fáu sem þar búa og alls ekki fyrir ferðamenn á bílaleigubílum.

Nú eru það holtin

Nú eru holtin líka tekin fyrir með sömu stefnu allt í kringum Hlemm. Þannig er hvert hverfið að öðru tekið fyrir, þannig að allt logi að lokum í ófriði á milli íbúanna í bardögum um þau fáu stæði sem eftir standa. Svar Dags er að tvöfalda sektir vegna bíla sem lagt er ólöglega, þar sem engin stæði er að fá.

Hlustað á útlendingana?

Þegar þúsundir ferðamanna hafa sett inn umsagnir á TripAdvisor um að ekki sé verandi á bílaleigubíl ef gist er í miðborginni, Holtunum eða nálægt Borgartúni, þá fer Latte- hópur Dags kannski að bregðast við, en það er þegar að verða of seint. Flæði allrar umferðar á að vera aðalatriði, svo að borgarlíkaminn haldist hraustur.

 


mbl.is Verktakar taki þátt í kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rök Dags B með Hjálminn eru svipuð og kaupmannsins sem hætti að panta inn vöruna sem seldist alltaf, vegna þess að hún seldist. Honum þótti miklu þægilegra að vera bara með vörur til sölu sem seldust illa og ef menn vildu þær ekki, gátu þeir bara farið eitthvað annað.

Gunnar Heiðarsson, 13.12.2014 kl. 11:45

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Geta ekki íbúarnir í Holtunum og víðar ekki selt bílana sína og notað reiðhjól?  Geta ferðamennirnir ekki notað postulahestana? 

Svo verður þetta auðvitað ekkert vandamál þegar ferðamennirnir hætta að heimsækja Reykjavík.  Þá munu hótel með þúsundum herbergja standa auð í draugaborginni...

Ágúst H Bjarnason, 13.12.2014 kl. 11:46

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

AUglýsing Reykjavíkurborgar í Morgunblaðinu í dag ber þess merki að nú eigi líka að fara að þjarma að eigendum "vistvænna bíla". Hún er skrifuð í örsmáu letri  grásvart á milli-bláan bakgrunn, svo að nær ómögulegt er að greina hvað skilur vistvæna frá óvistvænum. Jafnvel dagsetning gildistöku er í felulitunum.

Leikskólaföndrið fær þó að njóta sín enda virðist öll hugsun þar á bæ vera á því stigi.

Ragnhildur Kolka, 13.12.2014 kl. 14:46

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Á næstu mánuðum fækkar bílastæðum í 101 um 300 segi og skrifa þrjú hundruð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2014 kl. 06:42

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég tek undir allar athugasemdir hér að ofan. Í stað þess að hámarka þægindi, frið og spekt, þá kýs miðbæjarklíkan að þröngva ídealískri hugmyndafræði sinni upp á heildina, en 84% ferða fólks eru á bíl (2013). Grunntilgangurinn með þessum aðgerðum flestum eru loftslagsmálin, að kæla heiminn, eins líklegt og það er. Hvernig geta þá heilu hótelin og íbúðahverfin verið til án nauðsynlegra bílastæða? Síðan er kostnaðinum af bílastæðahúsum velt yfir á okkur öll þegar nayðin er orðin alger, í stað þess að láta kostnaðinn vera hluta af uppbyggingunni.

Ívar Pálsson, 14.12.2014 kl. 09:23

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta átti náttúrulega að vera „neyðin“.

Ívar Pálsson, 14.12.2014 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband