ESB gliðnar

Bloomberg er með ágæta grein á vef sínum um ESB á 50 ára afmæli upprunalega sáttmálans. Þar er því lýst hvernig ESB náði hápunkti sínum árið 1991 í Maastricht, þegar 71% Evrópubúa innan ESB töldu sambandið vera gott mál. Nú gefa aðeins 53% íbúanna sama svar. Aðeins um 33% þeirra svara því til nú að þróunin sé í rétta átt.

Ofvöxtur

Ákvarðanataka innan ESB er afar flókið ferli hjá aðildarríkjunum 27 og erfitt að komast að viðunandi málamiðlunum. Í upphafi var miðað við stjórnmálalega samstöðu um bakdyrnar, sem átti við í Kaldastríðsheimi, en nú eru t.d. fyrrverandi Sovésku lýðveldin ófáanleg til þess að afhenda völdin til Brussel, loks þegar þau höfðu náð völdunum af Moskvuherrunum. Þessi ríki hafa mörg hver lága skatta og launakostnaður er lágur þar, sem varð til þess að 14 vestrænu ríkanna loka dyrunum á vinnuafl þaðan. Varnarmál eru bitbein, þar sem austantjaldsríki styðja Bandaríkin á ýmsan hátt, t.d. með eldflaugapöllum og stuðningi við Íraksstríðið. Orkumál eru erfið, þar sem minni ríkjum finnast þau stóru valta yfir sig. Nú ræða leiðtogarnir um það hvort eigi að endurlífga stjórnarskrána (eða sáttmálann), hafa forseta eða forsætisráðherra og jafnvel það sem Belgía vill, stofna Bandaríki Evrópu, með sameiginlegri sköttun og einum herafla.

Alls ekki fyrir Ísland

Það hlýtur að setja hroll að Íslendingum við ofangreindan lestur. Við þetta bætist að um 10.000 manns starfa að hagsmunagæslu í Brussel að staðaldri (sbr. undirgrein Mbl. hér), þar sem Íslendingur er eins og krækiber í helvíti. Verjum frekar EES samninginn eins og kostur er, tökum etv. upp Evruna ef okkur sýnist svo, en látum okkur ekki detta í hug að reyna samningaviðræður þar sem við munum örugglega mála okkur sjálf út í horn. Betur er heima setið.

Grein www.bloomberg.com :

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aFBCkKvtpYmw


mbl.is Fimmtugsafmæli ESB fagnað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Rómarsáttmálann ef ég man rétt.  Kola og stálbandalagið var hinsvegar stofnað 1952, en það er fyrirrennari ESB.  Af hverju Kola og stálbandalag.  Jú, einmitt vegna þess að kol og stál þurfti til vopnaframleiðslu.  

Ég tel jafnframt að inntaka fyrrum komúnistaríkja í ESB sé eitt það besta sem gert hefur verið í alþjóðamálum frá upphafi.  Hjálpa þessum þjóðum eftir niðurlægingu kommúnismans sem við, hinir vestrænum menn, létum viðgangast eftir ww2.

Gunnar Þórðarson, 25.3.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband