Hvaða ESB stendur Evran fyrir?

ESB visionESB- sinnar og Evru- sinnar ættu að vera ólíkir hópar, þar sem Evrusvæðið fjarlægist restina af ESB æ meir. Núna eru líka þjóðir innan Evrusvæðisins í hver sinni gerólíku stöðu. T.d. er

skuldatryggingaálag 

Grikklands 110- falt Þýskalands, á meðan Frakkland er með þrefalt og Ítalía sjöfalt þýska álagið. Evrópusambandið er ekki samheiti á neinu lengur, nema sundurleysis.

Lægri vextir?

Samkvæmt ESB- sinnum ættu vextir Íslendinga að lækka við inngöngu í ESB. Vandséð er hvernig það gæti gerst, þegar hver þjóð innan Evrulandanna fær sína ávöxtunarkröfu á skuldabréfin sín, sem endurspeglar ástand þeirrar þjóðar og tiltrú á kerfi hennar. Evrusinnar kjósa að hundsa þessar upplýsingar, þegar ljóst er að við fengjum ekki þýska vexti eða einusinni franska.

Gjaldmiðlar standa sig

ESB- lönd utan Evrusvæðisins ætla sannarlega ekki að fórna sínum gjaldmiðlum, þótt þau séu í ESB. Sænska krónan og Breska pundið eru komin til að vera, einnig danska krónan sem verður líkast til að slíta ESB- naflastrenginn fljótlega því að fjárfestar veðja á hana endalaust þar til hún losar tenginguna eins og Sviss gerði í janúar.

Afturköllun óumflýjanleg

Aðild Íslands að ESB og upptaka Evru er orðin svo óraunveruleg hugmynd að hörðustu ESB- sinnar verða að hafa sig allan við að líta undan þegar staðreyndirnar blasa við. Því er óskiljanlegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé ekki búinn að taka af Jóhönnu- skarið og afturkalla ESB- umsóknina.

 


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband