Þá er bara Schengen eftir

Innflytjendur MidjardarhafiBjarni Benediktsson og ríkisstjórnin stóðu sig með prýði núna til varnar sjálfstæðinu gegn aðild að ESB. Annað mál er þó eftir, sem enn á sér áhrifamikla stuðningsaðila, en það er aðild Íslands að Schengen- landamærunum. Vandræðin sem af því hljótast eru veruleg, en vinda stöðugt upp á sig þegar ESB sígur á ógæfuhliðina, Arabíska vorið snýst í harðasta vetur og landflutningar vígamanna inn í Evrópusambandið eru daglegt brauð. 

Fylgismenn Schengen hér á landi segja þetta misskilning að við náum ekki að stjórna landamærum okkar almennilega vegna Schengen, en það er enginn misskilningur að 100.000 manns fóru óskráðir inn í ESB um Miðjarðarhafið í fyrra, aðallega frá stríðshrjáðri Afríku og frá Sýrlandi.

Við sofum ella fljótandi að feigðarósi í þessu, styrkjum frekar heimavarnir, styðjum lögreglu og landhelgisgæslu hér heima, þannig að varðskipin okkar nýtist hér en ekki við stuðning á glæpastarfsemi með innflutning flóttamanna.

En ríkisstjórninni þakka ég vel unnið verk.

 


mbl.is „Ekki kúvending á utanríkisstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband