Sjálfstæð skoðun á hverri EES- tilskipun

Tonn af skjölumTaumlaus ESB- áróður í amk. níu ár hefur skilað því að Íslendingum eigi að þykja sjálfsagt að innleiða allar tilskipanir ESB hér á landi og að Alþingi sé þarflaust í þessu efni, allt vegna milliríkjasamningsins um EES.

Nokkur prósent af tilskipunum um bognar agúrkur og snarhækkun byggingarkostnaðar mega alveg bíða, enda flest gert til þess að samkeppnishæfni okkar minnki í hlutfalli við ESB, með tvær eftirlitsmanneskjur fyrir hverja eina vinnandi.

Ráðuneytunum ber að takmarka þessa sjálfsafgreiðslu tilskipana og þingmönnum okkar er ekki vorkunn að kynna sér hvaða ósköp á að demba yfir okkur. Þeir geta ekki allir látið eins og Píratar, kynna sér fátt og sneiða hjá atkvæðagreiðslum.


mbl.is Frammistaða Ísland áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Mikið get ég verið þér sammála, en þegar kemur að því að dæma í verðtryggingarmálinu út í Evrópu, þá vísa þessir háu herrar því heim aftur rétt eins og þeir hafi ekki þorað að hafa afgerandi skoðun á því máli.

Sandy, 15.4.2015 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband