Borgarbúar ekki Hjálmlausir

HjalmurWiggistyleÍbúar Reykjavíkur eiga ekki þann valkost að vera Hjálmlausir einn einasta Dag. Fyrir vikið sitjum við uppi með skipulagsdrauma miðbæjargengis sem henta ekki þorra borgarbúa eða ferðalanga almennt.

En að orðaleikjum slepptum þá er undarlegt að hvetja óbeint til meiri höfuðskaða, með aukinni reiðhjólanotkun án hjálms á höfði.


mbl.is Hjálmar hjálmlaus á hjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Margir sérfræðingar og ekki síst hópar af sérfræðingum undir hatti virtra stofnanna eru á því að miklu, miklu heillavænlegra sé að nota aðrar aðferðir til að efla umferðaröryggi en að leggja áherslu á hjálma hjólreiðamanna. Nýleg OECD skýrsla, Handbook of Road Safety Measures (sem byggir á stöðluðum úttektum á bestu vísndiagreinunum), skýrslur frá ESB, skýrslan Cycling and Children and Young People frá National Children's Bureau, ritsjórnargrein eins öflugasti vísindarýnirsins á sviði heilbrigðismála, Ben Goldacre. Þá mætti bæta við að mörg lönd, fylki og borgir hafa valið eftir skoðun á rökunum að setja ekki hjalmalög /reglur sem þvinga. 

Sjá annars bloggi mínu (mortenl.blogg.is)

Morten Lange, 6.5.2015 kl. 11:49

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Hægt er að taka undir það að þvingandi reglugerðir um hjálmanotkun séu óæskilegar. En að hvetja á margan hátt til aukinnar reiðhjólanotkunar án þess að leggja jafna áherslu á hjálmanotkun er beinlínis hættulegt.

Ívar Pálsson, 6.5.2015 kl. 12:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú er ég farinn að fara ýmissa ferða minna á reiðhjóli og undrast það að sjá fjölskyldur hjóla þar sem hinir fullorðnu eru hjálmlausir en börnin með hjálma. 

Sem betur er komst það ekki í gegn að fara að steypa reiðhjólunum og hjólum, sem ná ekki meiri hraða en 25/klst, undir skyldutrygginga- og skráningarkerfið eða þá að hækka aldurinn upp i 15 ár. 

Eftir aldarlanga reynslu af notkun reiðhjóla verður ekki séð að nein sérstök slysatíðni réttlæti slíkt. 

Ekki minnist ég til dæmis banaslyss á reiðhjóli, en hins vegar nokkurra alvarlegra hestaslysa. 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2015 kl. 14:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held því fram, að höfuðástæða þess, að yfirmaður skipulagsmála borgarinnar vill alls staðar hafa sérstaka hjólastíga og það báðum megin gatna, sé hin alræmda kattahræðsla hans, þ.e.a.s. Hjálmars Sveinssonar, sem óttast fressketti meira en nokkuð annað í lífinu síðan hann var bara pínulítill.

Versta martröð Hjálmars er þegar fressköttur skýzt fram úr húsasundi í veg fyrir hjólið hans (eða hjól borgarinnar; starfsmenn borgarinnar inni í Túnum fá frí afnot af hjólum þar).

Því er ort: 

 

Hjálmlausi Hjálmar

í Höfðatún skálmar

og hjólar ... á stundum.

Honum þó tálmar

högni sem mjálmar

og hvæsir ... úr sundum!

 

Jón Valur Jensson, 6.5.2015 kl. 15:21

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar búið er að keyra hjálm á alla kolla verða menn að finna sér leið til að vera öðruvísi. Afbrigði af - allir jafnir en sumir jafnari.

Ragnhildur Kolka, 6.5.2015 kl. 22:57

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Misskilningsins Hjálmar á bögglaberann, eins og hinn frábæri Jón Gnarr lék svo listavel í einhverri þáttaröðinni, sem ég man ekki hvað heitir.:)

Um þessi Hjálmars-mál er bara eitt að segja. Takið húmorinn með á Hjálmaranna-reiðhjólatúrinn.

Er þessi Rvk-borgar-Hjálmar ekki annars ágætis náungi, sem ekki fær að ráða neinu, vegna ofríkis gömlu yfirvalda-klíkunnar hjálmlausu?

Það duga varla nokkrir Hjálmar, í baráttunni gegn fölsku og kúgandi baktjalda-ofurvaldklíkunni í Reykjavíkur-borgarstjórninni?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2015 kl. 00:43

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tökum nokkrar staðreyndir.

Hjólreiðar eru ekki hættulegar og eru reyndar það hættulitlar að það getur ekki á nokkurn hátt talist til áhættuhegðunar að hjóla hjálmlaus.

Það fylgri því minni slysahætta að fara frá a til b innanbæjar á hjóli þó maður hjóli hjálmaus heldur en að fara það í bíl.

Það að hjóla þó hjálmlaus sé er meðal hættuminnstu líkamsræktar sem menn stunda. Það eru til dæmis margfalt meiri líkur á alvarlegum meiðslum að spila fótbolta með vinum sínum í klukkutíma heldur en að hjóla í klukkutíma þó hjálmlaus sé.

Heilsufarsávinningurinn af því að hjóla er það mikill og slysahættan það lítil að ávinningurinn af hjólreiðum heilsufarsávinningurinn minnkar líkur á ótómabærum dauðdaga eða heilsutjóni af sjúkdómum þar sem hreyfingarleysi er áhættuþáttur að minnsta kosti tuttugufalt á við hættuna á að verða fyri ótímabærum dúðdaga eða heilsutjóni vegna slysa við hjólreiðar.

Það eru því engin tilefni til að amast við því að menn hjóli hjálmlausir og það er mun begtra út frá  lýðheilsusjónarmiðum, umhverfismálumn og viðskiptajöfnuði þjóðarbúsns að menn fari ferða sinna á hjóli fremur en í bíl.

Sú mikla áhersla sem lögð er á hjálmanotkun fær fólk til að halda að hjólreiðar séu mun hættulegri iðja en þær eru og dregur því úr hjólreiðum. Hún er því skaðleg fyrir lýpheilsu, umhverfismál og viðskoptajöfnuð þjóðabúsins.

Það að hvetja til hjólreiða án þess að leggja á sama tíma áhersslu á hjálmanotkun er því ekki bara í lagi heldur mjög æskilegt. Vissulega er betra að menn hjóli með hjálm en áh hans en aðalatriðið er að fá sem flesta til að hjóla óháð því hvort menn noti hjálm eða ekki.

Sigurður M Grétarsson, 7.5.2015 kl. 07:59

8 Smámynd: Magnús Birgisson

Sigurður M. Grétarsson...ef þér væri í raun svona annt um "staðreyndir" þá mættirðu alveg finna þínum einhvern stað. Staðreyndin er að slys per ekinn kílómeter eru allt að tífalt fleiri á hjóli en bíl.

En...svo bæta menn við að jafnvel þó það sé satt þá lengi hjólreiðar meðalævi vegna heilsufarsávinningsins af hjólreiðunum.

Ég rengi það ekki en bendi á að heilsufarsávinningin geta menn fengið með öðrum leiðum...t.d. með því að keyra í ræktina og taka gott HIT session á spinhjólinu!!

Magnús Birgisson, 7.5.2015 kl. 08:23

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...sjónarhornin eru mörg, og þeim mun fleiri sjónarhorn sem fá að koma fram, þeim mun betur gengur öllum að komast að sanngjarnri niðurstöðu fyir alla...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2015 kl. 13:31

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús Birgisson. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þetta dómsdagskjaftæði að hjólreiðar séu tíu sinnu hættulegri en bifreiðaakstrur. Staðreydin er sú að hættulegast ferðamáti sem almenningur notar er að fara á milli á einkabíl. Hér má sjá grein þar sem vitanð er í breskar rannsóknir á þessu sviði.

http://www.lhm.is/lhm/pistlar/56-thversagnir-i-oryggismalum-hjolafolks

Eins og sést þarna þá er slysatíðnin á hverja milljón km. lægri hjá hjólreiðamönnum en ökumönnumn bíla upp að 50 ára aldri en eftir það verður slysatíðnin meiri hjá hjólreiðamönnum. Það kemur reyndar örlítið hærri samtala í heildina hjá hjólreiðamönnum því hjá þeim eru 12 til 17 ára börn með í talningunni en hjá þeim er slysatíðnin há á reiðhjólum en engin sem ökumenn bifreiða enda þau ekki með bílpróf.

Til viðbótar við þetta má nefna það að það sem flokkast sem alvarleg slys eru meðal annars öll beinbrot og því geta þau verið allt frá fingurbroti til lönunar fyrir neðan háls eða alvarlegar heilaskemmdir. Ef alvarlegu slysin eru flokkuð eftir mismunandi alvarleika meiðalanna þá kemur í ljós að hlutfall hjólreiðamanna er mjög lítið á alvarlegustu slysinum og einnig í banaslysum. Hér á landi eru 18 ár síðan síðast varð banaslys á hjólreiðamanni.

Einnig má hafa í huga að maður sem ferðast á reiðhjóli er mun ólíklegri til að slasa aðra en sá sem ferðast um á bíl enda flest alvarleg slys á hjólandi og gangandi vegfarendum til komin vegna þess að ekið var á þá.

Af þessum sökum getur verið hættulegra að aka í ræktina og fara á spinninghjól vegna þess að ökutúrinn í ræktina getur verið hættulegri eh hjólatúrinn utandyra.

Öruggasti ferðamátinn eru almenningssamgöngur. Ég sá bækling frá ESB fyrir nokkrum árum og þar kom fram að slysatíðni  á einkabílum er 11 sinnum meiri en í strætó o 50 sinnum meiri en í lestum. Þar kom fram nokkuð minni slysatíðni á hjólreiðum en í einkabílum. Þetta mætti hafa í huga egar verið er að meta þjóðhagslegan ávinning af því að auka hlut almenningssamganga í unferðinni á höfuðborgarsvæðinu ásamt hugmyndum um léttlestakerfi. Það mun fækka slysum í samgöngum verulega en einnig mun bætt aðstaða hjólreiðamanna gera það bæði vegna þess að það minnkar enn meira slysatíðni hjólreiða auk þess sem það fjölgar hjólreiðamönnum. Það er einkabíllinn sem skapar mestu slydahættuna í umferðinni bæði fyrir þá sem eru í bílnum og ekki síður þá sem eru fyrir utan hann.

Sigurður M Grétarsson, 7.5.2015 kl. 17:21

11 Smámynd: Magnús Birgisson

Sigurður M. Grétarson...þetta "dómsdagskjaftæði" kemur t.d. héðan...http://cyclinguphill.com/safe-cycling-stats-cycle-casualties/

dauðsföll...3 vs. 35 per billion mílur, bíll vs. hjól

...osfrv.

Magnús Birgisson, 8.5.2015 kl. 09:27

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús. Eins og kemur reyndar fram í greininni sem ég vísaði í og reyndar er líka minnst á í þeirri grein sem þú vitnar í þá er margfald hærri slysatíðni í innanbæjarakstri heldur en á þjóðvegum. Þar sem mun hærra hlutfall aksturs bíla en reiðhjóla fer fram á þjóðvegum þá er það tölfræðilega rangt að hræra því saman í tölfræði og fengi sá falleinkun á prófi í tölfræði sem gerði slíkt. Einnig mynd hann fá falleinkun í tölfræði sem tæki tölur frá einu landi í eitt ár sem mælikvarða á öryggi mismunandi ferðamáta.

Einnig er vert að hafa í huga að slysatíðni á hjólreiðamönnum er margfalt hærri í Bretlandi en í Danmörku og Hollandi svo dæmi séu tekin.

Hvað varðar slys hér á landi þá var seinasta banaslys á hjólreiðamanni hér árið 1997 eða fyrir 18 árum síðan. Á sama tíma hafa banaslys í bílum verið eitthvað í nágrenni við 300.

Til viðbótar við þetta má nefna að öll beinbrot eru flokkuð sem alvarleg meiðsl í tölfræði fyrir umferðaslys. Þegar þau slys sem flokkuð eru undir alvarleg meiðsl eru sett í flokka eftir því hversu alvarleg þau eru þá kemur í ljós að mun lægra hlutfall slysa á hjólreiðamönnum lenda í alvarlegustu flokkunum heldur en hlutfall slysa á bílum. Aðeins um 1% reiðhjólaslysa lenda í alvarlegasta flokknum. Þar er um að ræða slys sem valda alvarlegu varanlegu líkamstjóni. 

Staðreyndn er sú að mun hærra hlutfall reiðhjólaslysa en slysa á bílum lenda í flokki meiðsla sem menn ná sér fljótlega af og ná sér af fullu af.

Þegar þetta allt er haft í huga er það einfaldlega staðreynd að það er öruggari ferðamáti innanbæjar að fara á reiðhjóli heldur en í bíl. Þegar við það bætist heilsufarsáhrif hjólreiða svo ekki sé talað um umhverfisáhrif þá er ljóst að því fylgir mikill ávinningur hfað lýðheilsu varðar að hækka hlutfall hjólreiða í umferðinni.

Norðmenn hafa rannsakað þetta mikið til að meta arðsemi þess að bæta aðstöðu hjólreiðamanna og fyrir þó nokkrum árum síðan mátu þeir áhrifin þannig að fyrir hvern mann sem tæki það upp að fara á reiðhjóli í vinnu í stað þess að fara á bíl yrði sparnaður í heilbrigðiskerfinu upp á 10 þúsund norskar krónur á ári. Samt voru þeir bara með fjóra sjúkdóma undir enda notuðu þeir bara sjúkdóma sem var búið að kostnaðargreina í heilbrigðiskerfinu og þekkt var hversu mikill áhættuþáttur hreyfingarleysi væri varandi sjúkdóminn. Þetta var því töluvert vanmat á ávinningi heilbrigðiskerfisins af auknum hjólreiðum.

Danir hafa einnir rannsakað þetta mikið og hafa greint gríðarlegan ávinning heilsufarslega og það í ýmsum grðum sjúkdóma þar með talið hjarta og æðasjúkdóma en einnig hafa þeir greint mikin mun í geðsjúkdómum enda hreyfingarleysi mun hærri áhættuþáttur þar en menn hafa lengi gert sér grein fyrir.

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2015 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband