Breska íhaldið er seigt þegar á reynir

UKtalning93prosentNiðurstöður bresku þingkosninganna skýrast ört, núna nálgast Cameron helming þeirra þingsæta sem hafa verið talin, sjá töflu hér. Myndin sýnir hvernig Skotland er nær hreint SNP og saman við Verkamannaflokkinn myndi það ekki nægja til þess að skáka Íhaldsflokknum. 

Athygli vekur hvernig dreifingin er yfir landið. Sósíalisminn er mestur í menntaða miðbænum eins og í Reykjavík og síðan í norðurhéruðum og Wales. Íhaldið eru gárurnar út frá London.

Hér er talningin lifandi.

UK2015elecMap1Pundið hresstist verulega við fréttirnar og Bretar forðast vandræðin.

 


mbl.is Framtíð Milibands og Cleggs óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Já, nú verður Cameron að efna loforð sitt um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Bretlands í EU, því að kosningabaráttan snerist að stórum hluta um sambandið sem er að falli komið. Annars finnst mér þú komast undarlega að orði þegar þú skrifar að sósíalisminn sé mestur "í menntaða miðbænum" og ert þar með að gefa tvennt í skyn:

a) Sósíalistar í Bretlandi eru betur menntaðir en hægrisinnaðir.

b) Íbúar í London eru betur menntaðir en íbúar á landsbyggðinni.

Hvorug af þessum ályktunum þínum stenzt skoðun. 

Aztec, 8.5.2015 kl. 07:56

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Aztec, þjóðaratkvæðagreiðslan mun eiga sér stað, góðu heilli.

Menntaði miðbærinn er ekki vísindaleg athugasemd, heldur stytting á nokkrum þáttum sem einkenna miðbæinn í Reykjavík og í mörgum vestrænum stórborgum, þ.e. gjarnan ung sósíal- demókratísk miðbæjarelíta með framhaldsmenntun. Umhverfi menntastofnana laðar þann hóp að sér. En ályktun þín A er ekki sönn út frá því sem ég sagði. Við vitum ekkert hvað er rétt í því án gagna.

Alyktun B ætti samt að standast að Lundúnarbúar almennt séu betur menntaðir en landsbyggðin. Allavega fær maður þá tilfinningu í mörgum héruðum Bretlands. En það þarf ekkert að vera raunin heldur.

Ívar Pálsson, 8.5.2015 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband