Vinstra lýðræði: þegar það hentar

Umferd fra vinstri skiltiAtgangur vinstri aflanna á þingi gegn lýðræðinu sem kaus þau og þeirra verk í burtu, er slíkur að fyrri kúgunarverk Svandísar Svavarsdóttur & Co blikna í samanburði við þessar nýrri útgáfur gegn eðlilegum framgangi mála í Rammaáætlun.

Allar leiðir notaðar

 

Áður var allt til reiðu í Neðri- Þjórsá, en ráðherrann Svandís afgreiddi ekki málið árum saman og braut gegn almenningi. Nú er allt tínt til, þinginu drekkt í orðræðu og náttúruverndarsamtök kölluð til, sem láta eins og aðgerðir Steingríms J. og Jóhönnu hafi verið í sátt við þjóðina, þegar þær voru í raun hrossakaup vegna ESB, eins og Össur Skarphéðinsson staðfestir í bók sinni.

Höldum áfram

Vinstri öflin sem tala gjarnan í nafni þjóðar og lýðræðis ná sínu afturhaldsöfgum fram með valdi, gegn lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Stöndum með stjórnarþingmönnum í því að koma Rammaáætlun áfram svo að afturhaldið sigri ekki þjóðina.


mbl.is „Eftir-á-tilbúningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaður sértu ævinlega ungi maður.Það er bráðaðkallandi að hrinda þessu Evrópuvinstra frá allri stjórnsýslu. Satt að segja veit ég ekki hvað þau eru að verja,með því að stoppa svo gróflega nýtingu vatnsafls.Hef margt um það að segja en ætti að hinkra með það fokvond. Takk fyrir góðan pistil.

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2015 kl. 14:00

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir, Helga. Það er eins og þau vilji verkfræðingana og alla hina til Noregs, í stað þess að nýta bráðnandi jöklana hér.

Ívar Pálsson, 28.5.2015 kl. 15:21

3 Smámynd: Kassandra

Heitir hun ekki Svandis, radherrann?

Kassandra, 28.5.2015 kl. 15:25

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Kassandra, Svandís Svavarsdóttir er nafnið. Leiðrétt hérmeð.

Ívar Pálsson, 28.5.2015 kl. 15:36

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ertu ekki eitthvað að rugla? Jón Gunnarsson og kó eru einmitt að ganga gegn "eðlilegum framgangi mála í Rammaáætlun."

Ómar Ragnarsson, 28.5.2015 kl. 17:56

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Sínum augum lítur hver silfrið, Ómar. Fyrri stjórn tókst að setja þetta í baklás, sem þurfti síðan að losa. Nú virðast hrossakaupin við VG eiga að halda áfram og gefa eftir vegna þrákelkni afturhaldsaflanna.

Ívar Pálsson, 28.5.2015 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband