Vill sóa 48 mkr. á dag næstu 5 árin!

Botnlaus hitÉg hélt að Elín Hirst væri ósammála utanríkisráðherra af því að hann vildi auka við þróunaraðstoð. Nei, hún vill víst ríflega tvöfalda sóunaraðstoðina! Samfylkingin náði að tvöfalda vitleysuna áður og vildi festa enn meiri aukningu inni. Þá berst þessi liðsauki í það frá Sjálfstæðisflokknum.

Krónur, ekki prósentur

Upphæðirnar í þessa eilífðarhít eru hrikalegar, allt í nafni gæskunnar en mest af þessu mokast í stofnanir annars vegar og spillingu hins vegar. Nú nægja 4500 milljónir á ári víst ekki til þess að friða þennan Fenrisúlf, heldur á að fara upp í 7,5 milljarða króna á ári innan nokkurra ára. En það nægir ekki vinkonu minni Elínu Hirst, sem vill fara með þetta í 17,5 milljarða á ári, eða 48 milljónir á degi hverjum.

Út um jarðir

Þarna hljótum við að vera ósammála. Hver sá sem kynnir sér þyrludreifingu þessarra seðla hlýtur að sjá að skilvirkni aðstoðarinnar er hverfandi. ESB og SÞ keppast við að samþykkja hina og þessa prósentuna af brúttótekjum þjóða til þess að viðhalda sér sjálfum og þeim innri hring stofnana- elítu sem kýs hvert annað í margmilljóna skattfrjáls störf á mánuði með þjón og kokk, í leit að fólki í Afríku sem dettur í lukkupottinn í það skiptið. 

Moka áfram?

Á meðan eigum við víst að taka erlend lán (eða að draga að greiða Hrunlánin upp) og moka í þessa draumahít pólitíkusanna, þar sem auðvelt er að ná til fólks í gegn um barnstrú þeirra og gleyma raunstöðunni á Íslandi, með öllum sínum spítala- harðindum og verkföllum. Þessi þróunaraðstoð er sannarlega barn síns tíma og henni ber að ljúka. 

PS: Úr Samþykkt Sjálfstæðisflokksins 2015: Gera þarf ýtrustu kröfur um skilvirkni, bókhald og eftirlit með öllum þáttum þróunarsamvinnu.


mbl.is Vill hærri framlög til þróunarsamvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hún hlýtur að hafa það á reiðum höndum hvaðan taka eigi peningana.

Ragnhildur Kolka, 5.6.2015 kl. 15:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, verður að vera fljót að hugsa því að hálftíminn er á milljón kall!

Ívar Pálsson, 5.6.2015 kl. 15:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að ég hef sjálfur komið á slóðir þróunarhjálpar Íslendinga í tveimur Afríkuríkjum og séð hvernig þessum peningum er "sóað". Séð neyð fólks sem hefði látist úr þorsta eða hungri ef ekki hefði komið til íslensk og norræn hjálp. 

Farið með lítið tæki, kornmyllu, til afskekkts þorps í héraðinu EL-Kere sem gjöf frá Akureyrarbæi til þorpsbúa, en þetta litla tæki skipti sköpum fyrir afkomu þorpsbúa.

Hitt ung börn í ferð árið 2003 og komið að gröfum þeirra 2006 vitandi það að grafirnar hefðu verið margfalt fleiri ef íslenskur miskunnsamur Samverji hefði ekki verið á ferð.  

Ómar Ragnarsson, 5.6.2015 kl. 16:12

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Ómar. Ég efast ekki um að hægt sé að hjálpa nokkrum manneskjum með góðri aðstoð, vilja og atorku. Það eru einmitt svona sannar litlar sögur sem hreyfa við fólki og láta þau samþykkja að ríkið geri hvað sem er. En vandamálið er að þetta skilar sér ekki skilmerkilega, það er þekkt staðreynd. Svo eru upphæðirnar óheyrilegar og bókhaldið ekki sýnt.

Ívar Pálsson, 5.6.2015 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband