Nokkrar þjóðir myndu tapa mest á NEI-i Grikkja

Grikkir skuldirStærstu skuldareigendur Grikkja hljóta að standa mest gegn NEI svari í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Grikklandi í dag. Hér sést að um tveir þriðju hlutar skuldar- eignarinnar eru í höndum Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar. Auk þess ráða þessar þjóðir miklu í Evrópska seðlabankanum ECB og í AGS. NEI- svar þýðir án efa verulega niðurfellingu þessarra eigna og er því andstaðan skiljanleg. En ef það gerist, þá verður órói í S- Evrópulöndunum þremur af þessum ríkjum verulega líklegur, þar sem aðhaldsaðgerðir þeirra sjálfra virðast fara beint í að hjálpa Grikkjum. 

Blessun

Þessi klemma sýnir vel hvernig Evran ruglar upp fjármálum Evruríkjanna og veldur misklíð á milli þjóða, sem ekki sér fyrir endann á. Mikil er blessun okkar að þurfa einungis að sinna eigin fjármálum, ekki vinaþjóða okkar. Lifum áfram í friði án ESB- umsóknar.GrikklandSkuldir Lanadrottnar


mbl.is Grikkir greiða atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst einkennilegt að það komi aldrei fram að "björgunarpakkarnir" svokölluðu til Grikkja voru kyrfilega skilyrtir því að þeir keyptu hitt og Etta af frökkum þjóðverjum og bretum fyrir megnið af upphæðinni. Þá helst hergögn í formi herakipa, flugvéla og skriðdreka m.a.

Þetta er ekki efnahagsaðstoð eða lán heldur fjárkúgun. Í ESB er seðlabankinn alsráðandi og hið svokallaða evröpuþing eiginlega bara yfirdrep til að gefa kleptókrasíunni demókratíska ímymd. Það er seðlabankinn sem setur af lýðræðilega kjörna leiðtoga og fellir ríkistjórnir sem ekki bugta fyrir honum. Þeir hafa svo sett inn leiðtoga beint úr bankanum sjálfum án þess að nokkur fái um það ráðið. Ekki einu sinni Berluscony var óhultur.

Já þýðir gjaldþrot og status quo. Nei þýðir gjaldþrot en líklegri afskriftir fjárkúgunarlána. 

Hvers vegna er það svo að þeir sem lána beri enga ábyrgð þótt lánafylleríið skrifist alfarið á algert ábyrgðarleysi þeirra? 

Ef ég lána einhverjum pening án þess að tryggja það á einhvern hátt að ég fái mitt til baka, svo ekki sé talað um að ég gangi úr skugga um að viðkomandi sé lánshæfur, þá er það minn hausverkur. Ef eg er banki, þá þarf eg þessa ekki því ég ber enga ábyrgð.

svo furða menn sig á af hverju fór sem fór og af hverju allt stefnir í nákvæmlega sama farið aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 13:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þjóðverjar eru annálaðir fyrir að vera svo skipulagðir, reglufastir, sparsamir og reglufastir. Ef þetta er skoðað frá hagfræðilegu tilliti þá eru þeir ekkert af þessu, heldur algerir hálfvitar í fjármálum.

Ef Etta er hinsvegar skoðað út frá imperialisma, sem hefur ætið verið nærri hjarta þeirra, þá er þetta stórsnjöll leið til að leggja undir sig lönd, enda eiga þeir orðið flest sem máli skiptir á Ítalíu, Spáni, Portúgal, Írlandi og Grikklandi.

Ég tel þá vitfirrta imperialista. Þessi þjóð sem lagði heiminn í rúst fyrir sextíu árum og var samt hjálpað á lappir af öðrum og svo aftur 1957 þegar þeir voru við gjaldþrot og önnur evröpulönd drógu þá að landi eru sannfærðir enn um að Þeir séu ofurmennin sem ættu að eiga allt og stjórna öllu.

það er stórfenglegur collectívur geðbrestur í þessari þjóð. Sem ferðamenn eru þeir aldrei gestir heldur herrar og ganga um allt eins og þeir eigi það. Hvergi er það óhult sem ekki er naglfast. Salt og piparbaukar og sykurkör á veitingahúsum sjást ekki lengur þeirra vegna og ekki er fýsilegt að hafa hlaðborð lengur þar sem þeirra er von.

Grikkir eru ekki vandamálið. Evran er jafnvel ekki vandamálið. Það eru þjóðverjar sem eru vandamálið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 13:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björgunarpakkarnir voru aldrei til Grikkja heldur kröfuhafa þeirra sem voru einkareknir bankar í öðrum löndum Evrópu. Þeim var bjargað með því að færa áhættuna yfir á herðar skattgreiðenda.

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi snýst því ekki aðeins um það hvort Grikkir vilji hafna afarkostum sem þeim eru settir, heldur einnig hvort þeir ætli að halda áfram að vera óviljugir þáttakendur í því að ræna skattgreiðendur um alla Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 14:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

éf veit fullvel að svokallaðir björgunarpakkar voru ekki fyrir Grikki heldur  lanadrottnana, enda staldraði ekki evra við í Grikklandi. Herraþjóðirnar heimtuðu samt að þeir yrðu verðlaunaðir með stórkaupum á hergögnum af gjaldþrota þjóð og þar keð ennþá dýpri skuldbindingar, sem komu Grískum almenningi ekkert við. 

Sama racket var í gangi þegar Olympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi. Við lánum ykkur fyrir Ólympíuleikunum ef þið kaupið allt af okkur og látið okkur um að byggja ónýt sem nú stendur eins og draugaborg.

Skattgreiðendur evrópu voru aldrei spurðir og skattgreiðendur evrópu eru ekki að borga skít. Skattgreiðendur evrópu kusu glæpahundana sem tóku akvaraðnirnar. 

Þetta snyst heldur ekki um þá heldur það að ofurbankar standi við ávöxtunarkröfur sínar til fjárfesta. Tala sem þeir sjálfir draga út úr rassgatinu á sjálfum sér.

hér er verið að tala um fólk af holdi og blóði sem er verið að senda aftur á miðaldir í nokkrar kynsloðir fyrir ábyrgðaleysi sem það hefur ekkert með að gera.

Skattgreiðendur evröpu eiga að standa með grikkjum og neita því að draga ábyrgðarlausa einkabanka að landi og borga fylleríið þeirra. Um það snýst málið.

þú ert væntanlega einn þeirra sem barðist á hæl og hnakka fyrir ICESave ánauðinni Guðmundur. Þar liggur hugsanavilla þín.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 15:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar, það er engin hugsanavilla hjá mér.

Ég var að taka undir með þér ef þú skilur það ekki.

Svo var ég annar þeirra sem sáu um framkvæmd undirskriftasöfnunar kjósum.is þar sem krafist var þjóðaratkvæðagreiðslu um Buchheit samninginn og fór framarlega í flokki þeirra sem börðust fyrir því að hann yrði felldur í þeirri atkvæðagreiðslu. Þar áður hafði ég staðið samtals sólarhringum saman á Austurvelli og barið í tunnu af öllum lífs og sálar kröftum til að mótmæla Icesave ríkisábyrgð, og þar áður tekið þátt í undirskriftasöfnun InDefence um fyrri samninga og fleira.

Ég barðist semsagt á hæl og hnakka GEGN Icesave ánauðinni, eins og er auðvelt að sannfærast um með því að lessa bloggið mitt.

Ásökun þín í minn garð um að hafa beitt mér fyrir því að samþykkja þau landráð sem þeir samningar fólu í sér, verður því að skoðast sem fáránleg, og skora þig hér með á þig að draga hana til baka.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 15:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ríkisábyrgð á einkabönkum í evröpusambandinu? Var það skylda seðlabankanna að beila út þessa ábyrgðarlausu glæpastofnanir? Féll ekki sá dómur einmitt að svo væri ekki, enda stendur enginn rikissjöður undir falli banka af meðalstærð þó ekki sé meira sagt. Samt lætur ECB eins og svo sé, þvert á öll lög aðildarlandanma.

Þetta er racket og líf og framtíð saklauss fólks líður fyrir. Hér er verið að fremja störglæp og stimpla förnarlömbin sem glæpamenninna.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 15:26

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég biðst forláts ef ég hef miskilið þig svona illa, en það hljómaði ekki sérstaklega sannfærandi að tala um að Grikkir séu að ræna skattgreiðendur nágrannalandanna. Það tel ég hugsanavillu og skýri hvers vegna. En kannski ætlaðiru að segja eitthvað annað, en komst því svona klaufalega frá þér.

hvað sem öðru líður, þá cerður þetta aldrei borgað af Grískum almenningi né grískri ríkistjörn af þeirr einföldu ástæðu að það er ekki hægt. Í stað þess að viðurkenna mistök sín þá mun ECB Leggja Grikkland í rúst efnahagslega og þjóðverjar kaupa lootið á tobóluprís eins og þeir hafa verið að gera undanfarin ár við miðjarðarhaf. Þetta er win win fyrir þá og honar herraþjöðirnar sem æeiddu þessi lönd í fátækragildrur með uppdiktuðum peningum sem þeir áttu aldrei til að byrja með.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 15:39

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ECB er stjórnað af banksterum og hefur komið ser upp immúniteti fyrir lögum í gegnum gerspillt evrópuþingið.  Þeir geta gert það sem Þeim sýnist. Það er ECB sem er að ræna skattgreiðendur í löndum evrópusambandsins þvert á öll lög landanna og dóma Evrópudómstólsins, ekki Grikkir.

Kleptókrasían sem liggur að grunni þessarar stofnunnar trompar alla demókrasíu aðildarlandanna. Demókrasía er heldur ekki eitthvað sem evrópuþinginu hugnast og þykir það ófyrirleytni á þeim bæ að fólk vilji ráða örlögum sínum og láta almannastofnanir fylgja lögum. Halda þjoðaratkvæði, kjósa leiðtoga, halda þjóðaratkvæði. Guðlast í þeirra augum.

Meinið blasir við öllum sem vilja sjá. Fíllinn í stofunni er ECB.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 15:53

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já líklega hef ég orðað þetta klaufalega.

Biðst velvirðingar á því sömuleiðis.

Það sem ég átti við er að Grikkir hafa verið gerðir að leiksoppum í því framferði yfirvalda í Evrópu að ræna evrópskan almennings til að bjarga einkareknum fjármálafyrirtækjum víðsvegar um álfuna. Það er ekki grískur almenningur sem er að ræna neinn heldur eru þeir bara leiksoppar í því sjónarspili sem fer fram til að fela ránið.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2015 kl. 15:58

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er það sem fólk fær með í kaupunum í ESB. Þar eru skrímsli á borð við ECB sem eru "yfirþjóðlegar" stofnanir sem lúta engum landslögum né þingum og því ekki vilja fólksins. Drauma "uber" þjóðverja.

Þar innanborðs eru fulltrúar helstu bankstera og hergagnaframleiðenda, auk þýsks iðnaðar svona almennt. Sumir hausarnir þar bera meira að segja eftirnöfn þekktra hergagnaframleiðenda nasista, hvort sem Það er tilviljun eður ei. Allavega slogu þessir herrar fyrstu tónana í ögruninni í úkraínu, svona til að koma sér upp lúkratívu köldu stríði. 

Ef íbúar sambandsins snúa blindu auga að þessu þögla þjóðarmorði og neita að skilja ástæður þess, þá er þetta samband hrunið. Það getur heldur varla kallast "Samband" sem hefur frumskógarlögmál græðginnar að undirstöðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 16:30

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nýjasta tillaga Junkcers og co er að stofna sameiginlegan ríkissjóð og ef það verður þá er enginn munur á evrópusambandinu og á gamla sovét. Þeir þurfa ekki bara meiri peninga af próletaríinu. Þeir þurfa þá alla. 

Það er jú skilgreiningin á Nationalsósíalismanum að þar leggðust í eina sæng, bankar iðnjöfrar og ríki, svo þetta er kannski nær þeirri útgáfu útópíunnar sem er annars launskyld í hinu endanlega markmiði.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2015 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband