Ég ber ábyrgð á þessu klúðri

UtanrikismalanefndÉg, ásamt öðrum kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til Alþingis, er samábyrgur fyrir því að hafa kosið flokk sem klúðraði gersamlega samskiptum við mikilvæga viðskiptaþjóð, Rússa og studdi viðskiptaþvinganir, sem ganga þvert á stefnu flokksins um viðskiptafrelsi og frjáls milliríkjaviðskipti.

Formenn flokkanna létu undir höfuð leggjast að mótmæla þvingunum ESB, sem skála núna í kampavíni yfir herkænsku sinni, að láta Íslendinga finna fyrir því að dirfast að veiða makrílinn "þeirra" og sitja svo uppi með hann, vegna efnahagsþvingana þeirra.

Vinstri vængurinn (og ESB-) hér kætist líka, því að þeim tókst að reka þennan ESB- fleyg í að kljúfa flokkana, sem áttu að hafa dregið ESB- umsóknina strax til baka.

Jóhanna furðar sig eflaust á árangri þeirra!


mbl.is „Það sem við óttuðumst mest“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk er ósátt; þá hefur fólk alltaf VALMÖGULEIKA: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-1513510

Jón Þórhallsson, 13.8.2015 kl. 14:45

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Hver er valmöguleikinn núna, Jón, þegar allir jarma sama sönginn, að höft séu nauðsynleg?

Ívar Pálsson, 13.8.2015 kl. 14:55

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Allar ferðir byrja bara á einu skrefi:

http://www.petitions24.com/stunings-yfirlysing_vi_islands-flokkinn

Jón Þórhallsson, 13.8.2015 kl. 15:20

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott að sjá svona lagað fleiri mættu fara þessa leið og lýsa yfir ábyrgð á hlutunum.  Ég ætla að fara að dæmi þínu og lýsa yfir ábyrgð þarna því ég kaus þessa stjórn og styð hana, þó svo að hún hafi brugðist í þessu máli, er hún enn í stórum plús, sem er meira en sagt verður um síðustu ríkisstjórn...........

Jóhann Elíasson, 13.8.2015 kl. 15:50

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk er ósátt; þá hefur fólk alltaf VALMÖGULEIKA: 

Allar ferðir byrja bara á einu skrefi:

http://www.petitions24.com/stunings-yfirlysing_vi_kristilega_-mijuflokkinn

Jón Þórhallsson, 13.8.2015 kl. 15:52

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já ég er sammála, ég kýs minn Sjálfstæðisflokk, en mikið má laga til í hlutunum þar!

Ívar Pálsson, 13.8.2015 kl. 16:00

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála, félagi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.8.2015 kl. 16:33

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég ber ekki ábyrgð á þessu klúðri. Fékk ekki að kjósa þó svo að ég greiddi skatta á Íslandi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2015 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband