Fundað með röngum aðila

Hendur raud blaESB er jafn líklegt til þess að aðstoða Íslendinga við makrílsölu eins og Bandaríkjaforseti að liðka fyrir hvalkjöti okkar. Fundir Íslendinga ættu að vera með Rússum um það hvernig báðir aðilar geti haldið andliti í þessum hráskinnaleik stórveldapólitíkusa en látið vörur og þjónustu halda áfram að flæða á milli ríkjanna.

Tilgangsleysi viðræðna við ESB um þessi mál er algert. Beinir fundir á milli samningsaðila er það sem skilar árangri, Rússar og Íslendingar án truflunar stórveldanna.


mbl.is Fundað stíft næstu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott grein og ég er sammála hverju orði.  Það er fylgispekt við ESB og undirlægjuháttur við þá sem kom okkur í þessa stöðu og ESB er andskotans sama um það hvernig okkur vegnar útaf þessum viðskiptaþvingunum....

Jóhann Elíasson, 17.8.2015 kl. 12:31

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með ykkur báðum. Héðan af er það spurning um að halda andlitinu og það fæst ekki hjá ESB.

Ragnhildur Kolka, 17.8.2015 kl. 15:57

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þá verða einhverjir að knýja á um þá leið,sem er sú eina skynsamlega.Ég ætla að trúa á þá viti bornu.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2015 kl. 18:49

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ef menn halda að Rússum sé ekki nákvæmlega sama og viðskipti við Ísland, á eru menn á villigötum.  Á fyrstu 5 mánuðum 2015 flutti Rússland inn vörur fyrir um 77,5 milljarða dollara, eða rúm 10.270 milljarða íslenskra króna.  Ef menn halda að einhverjir 30 eða 40 milljarðar á ári séu eitthvað sem Rússar finna fyrir þá halda menn einfaldlega rangt!  Menn verða að muna að Rússar settu þetta bann á innflutning frá Íslandi, ekki Íslendingar!  

Ég er sammála því að EU gerir ekki neitt fyrir Íslendinga og ég sé svo sem ekki af hverju þeir ættu að gera það.  Íslendingar tóku sjálfir þátt í því að vera með í refsiaðgerðum gegn Rússum.  Rússar einfaldlega svöruðu fyrir sig.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.8.2015 kl. 20:56

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir undirtektirnar. Leiðin áfram er að ræða við Rússa um vörutegundir osfrv. Nú skilst mér t.d. að pilluð rækja sem ég sel verði í lagi þangað. Aðalmálið að fá Rússa til þess að samþykkja makrílinn, en pólitíkusarnir þvælast fyrir, amk. ESB vængurinn.

Ívar Pálsson, 18.8.2015 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband