Almenningur gerður að brotamönnum

10000-a-grasinuAlmenningur sem ferðast um á bílum er upp til hópa þvingaður til rándýrra stöðubrota í Reykjavík við meiriháttar atburði og raunar almennt. Hroki yfirmanna hjá borginni vegna þessa kemur æ betur fram. Kolbrún hjá Bílastæðasjóði segir að spá þurfi í hvort hækka þurfi sektina fyrir stöðubrot enn meira en 100% sem breytti nánast engu. Fólk hefði getað lagt í Borgartúninu! En ekki er boðið upp á einfalda lausn vandamálsins, að nota grasið. Á grasinu meðfram stæðinu hjá Háskóla Íslands var sektað á fullu þó að þetta sé ekki fyrir neinum.

„Ekki núna frekar en áður“ sagði Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, að ekki hafi verið rætt um að setja upp bílastæði á dögum eins og Menningarnótt. 

Borgaryfirvöld fara offari í aðför sinni að einkabílnum en eru rétt að byrja með miðbæjarsvæðið og teygja sig æ lengra, samt á þeim tíma sem nýjum bílaleigubílum fjölgar um tugi prósenta á einu ári og ferðamannafjöldi rýkur upp. Bílafjöldi og umferð eykst þrátt fyrir ídealismann í yfirstjórn borgarinnar, sem segir óbeint við 3/4 hluta borgaranna að þeir geti bara étið það sem úti frýs.

 

 


mbl.is Yfir þúsund bílar sektaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband