7000 manns á dag

Mass migrationNú er upphaf afleiðinganna af flóttamannastefnu í ESB ljóst, þar sem 7000 manns koma ólöglega yfir Miðjarðarhafið að meðaltali á dag inn á Schengen- svæðið, sem Ísland tilheyrir. Þýskaland og Svíþjóð hafa tekið við mörgum, en vandræðin hrannast upp þar. Búist er við 350.000 manns inn í Svíþjóð á þessu ári og því næsta, með kostnað upp á 900 milljarða króna í ár, en það eru tæpir 2,5 ma. króna á dag. Nú heyrist frá Þýskalandi að sumir flóttamannanna vilji ekki aðlagast samfélaginu og t.d. læra þýsku, heldur halda áfram sínum háttum og ætla síðan heim aftur þegar færi gefst. Erfitt ef það verður algengt.

Eins og segir í nýrri ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins:Þörf er á endurskoðun Schengen-samstarfsins vegna þróunar í Evrópu með hagsmuni Íslands að leiðarljósi.

Við megum engan tíma missa í að halda stjórn á landamæra- eftirliti en glundra henni ekki niður eins og ESB gerði.

 


mbl.is 218 þúsund á einum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er þá eins gott að mæla með stjórnmálaflokkum sem að eru með hina réttu stefnu í málinu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2011692/

Jón Þórhallsson, 3.11.2015 kl. 10:02

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekkert ólöglegt við það að flýja stríðsátök, harðstjórn eða ofsóknir. Því eru flóttamenn ekki ólöglegir þó þeir fari ekki hefðbundna leið milli landa. Það telst til dæmis brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna að dæma flóttamenn fyrir að nota fölsuð skilríki enda það oft eina leiðin til að geta flúið ofsóknir eða stríðsátök.

Sá fjöldi flóttamanna sem farið hefur til Evrópu eru smámunir miðað við fólksfjölda samanborið við þau lönd sem eru nær stríðsátökunum eins og Líbanon og Tyrkland. Ef Evrópuríki gætu komið sér saman um jafna dreifingu flóttamannanna væri þetta ekki vandamál því þá væru þetta mjög lítið hlutfall af íbúatölu landanna. Meðan ríki Evrópu eru að henda flóttamönnunum sín á milli koma upp vandamál.

Það er talin vera hin eðlilega leið að flóttamenn fari aftur heim til sín þegar færi gefst og ætli þeir sér að gera það þá þarf einungis að vieta þeim skjól meðan stríðsástand eða harðstjórn er í þeirra heimalandi og síðan fara þeir aftur til baka þegar færi gefst. Dragist ástandið á langinn þarf hugsanlega að skoða það mál upp á nýtt.

Það er langur vegur frá því að hér á landi sé komið upp eitthvert vandamál vegna fjölda hælisleitenda og því engin þörf á að skoða Shengen samstarfið upp á nýtt þess vegna. Reynslan frá þessum flóttamannastraumi sem nú er í Evrópu kallar á að breyti Shengen samkomulaginu til að takast á við það svo þrátefli eins og nú er komi ekki fyrir aftur og verður það væntanlega gert. Ef við Íslendingar förum hins vegar þá leið að segja upp Shengen samstarfinu þá mun það skaða verulega getu okkar til að kljást við skipulagða glæpastarfsemi sem aðild okkar að Shengen samstarfinu hjálpar okkur mikið við. Það mun því skapa meiri vanda en það leysir að segja því samstarfi upp.

Sigurður M Grétarsson, 3.11.2015 kl. 21:11

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ferðalag inn í ESB án vegabréfsáritunar eða leyfis er ólöglegt, þótt flóttafólkið reyni síðan að fá umsókn sína samþykkta sem löglega. Fjöldinnn inn í Evrópu er ekki smámunir: inn í Þýskaland 2015 verður líklega milljón manns. Ein þjóð getur ekki neytt aðra þjóð til þess að taka við flóttamönnum, hvað þá samband þjóða. Hvert ríki fyrir sig ákvarðar hvað rétt sé að taka við mörgum, annað er nauðung. 

Ekki verður séð af hverju Íslendingar eiga að taka við fjölda manns (ákvarðað af öðrum) sem stefna ekki hingað í raun, kosta okkur stórar fúlgur og ætla ekki að aðlagast þeim háttum sem hafa gert okkur t.d. að friðsömustu kvenfrelsisþjóð í heimi. Því fleiri sem tekið er við, því fleiri koma á eftir, það sáu Þjóðverjar. Nú streyma Afghanir, Íranir, Erítreumenn og fleiri inn á Schengen- svæðið, gjarnan óskráðir vegna þess að kerfið sprakk. Schengen átti að skila okkur svo miklu en mikilvægið fer þverrandi eftir því sem óskráði fjöldinn fylkist inn á svæðið. Flestar Evrópuþjóðir eru farnar að huga að lokun landamæra sinna, enda er ekki annað hægt, en þar með er Schengen sprungið. Skuldbindingar gagnvart því kerfi ber að endurskoða strax.

Ívar Pálsson, 4.11.2015 kl. 00:34

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vissulega er um að ræða mikinn fjölda hjá þeim ríkjum sem taka við flestum flóttamönnunum. En ef þeim væri dreift jafnt milli Evrópuríkja þá eru þetta smánunir samanborið við þær 500 milljónir manna sem búa í EES ríkjunum svo ekki sé talað um ef önnur ríki Evrópu koma inn í málið. 

Það gilda allt aðrar reglur um flóttamenn en ferðamenn og því hafa flótamennirnir ekki verið að brjóta nein lög eða í það minnsta ekki lög sem samræmast samþykktum Sameinuðu þjóðanna.

Í flestum tilfellum er kostnaður vegna flóttamanna aðeins tímabundinn því þeir fara flestir í vinnu og greiða sína skatta og það meira en nemur þeim kostnaði sem þeir vadla. Þetta er reyndar mismunandi eftir því hvernig atvinnuástand er í gistiríkinu en í löndum eins og Íslandi hafa flóttamenn séð um sig sjálfir tiltölulega fljótt og lagt mikið til samfélagsins.

En vissulega þarf að taka á mönnum sem koma á grunvelli þess að vera flóttamenn en eru það ekki. En við gerum það ekki með því að halda flóttafólkinu úti. Að neita að hjálpa fólki í neyð þegar menn geta gera bara skíthælar. Gleymum því ekki að hversu ólíklegt sem það kanna að hljóma í dag þá gætum við lent í stöðu flóttamanna síðar. Í síðari heimstyrjöld flýðu margir Evróðubúar til Norður Afríku undan Nasistum. Hvað hefði okkur fundis um það ef þeir hefðu sent það fólk til baka í gin Nasisanna?

Sigurður M Grétarsson, 4.11.2015 kl. 08:20

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Flóttamönnum verður ekki dreift á milli Evrópuríkja, heldur ákveður hvert ríki fyrir sig fjölda þeirra sem tekið er á móti, ef fullveldi er í heiðri haft (sem er ekki gert í ESB). Einn helsti munurinn á ESB og EES er einmitt sá, að EES er milliríkjasamningur leyfir fólki að starfa osfrv. með ákveðnum skilyrðum, en ESB veitir því ýmsan þegnrétt í löndunum, eins og réttinn til að vera þar. En allt þetta er um fólk innan EES eða ESB. Flóttafólkið er utan þess og enginn ákveður fyrir Ísland hvað gert skuli hér. Schengen- samkomulagið gerir það þó, en það er núna margrofið og ætti því ekki að vera skuldbindandi. Því þarf að ljúka formlega.

Kostnaðurinn er sannarlega ekki tímabundinn því að henn er svo mikill í upphafi af heildinni að hann næst aldrei til baka, sbr. Svíþjóð hér að ofan. Bara það að hleypa fólki hingað til þess að meta umsókn þess kostar fúlgur. Langflestir koma fyrst inn um Grikkland, svo þegar á að senda þau til baka sbr. Dyflinnar- samkomulagið, þá hrópa fjölmiðlar hér um að það sé ómannúðlegt. Við berum ekki ábyrgð á aðgerðum þessa fólks víða að úr heiminum, sem er á faraldsfæti af ýmsum orsökum, oft efnahagslegum. Vinsælast er að nota fölsuð Sýrlensk vegabréf núna, því að þar liggur samúðin. En raunveruleiki hvers einstaklings getur verið alla vega, enda byggja 7000 milljón manns þessa jörð og við berum ekki ábyrgð á velferð þeirra, heldur okkar eigin þjóð.

Ívar Pálsson, 4.11.2015 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband