Verjendur Schengen efast skiljanlega

VarudAðeins gallharðasti kjarni Schengen- samstarfs- aðdáenda reynir enn að verja þau mistök, en þó glittir í varnagla núna, sbr. Björn Bjarnason á Fésbókinni í dag: „Samstarfið í núverandi mynd hefur hrunið og við því þarf að bregðast.“ Enda girða Schengen-löndin sig nú af. Þegar að meðaltali einn af hverjum tíu (niður í 1/100) sem ferðast innan ESB með ESB vegabréf er borinn saman við gagnagrunn Schengen um hryðjuverkamenn er ekki von á skilvirkni. Líka þegar allt að 100.000 óskráðir koma inn á einu ári og kannski 15 milljón flóttamanna bíða á ytri jaðri Evrópu.

Schengen-kort WikipediaYfirklór ESB

 

Samningurinn er sundurtættur og yfirklór ESB að auka tilviljanakenndar skoðanir á milli landanna gerir ekkert. Hryðjuverkamenn ferðast inn í gegn um glæpasamtök, sem einmitt fóðra Evrópu á flóttamönnum, þannig að tengslin eru skýr. Kostirnir við það að hleypa hryðjuverkamönnum inn um bæjardyrnar geta ekki vegið það upp að halda þeim úti með eftirliti. EES- löndin hætta varla samstarfi við Ísland þótt Schengen verði formlega slegið af, sem þegar er að gerast í raun.


mbl.is Kostirnir við Schengen fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Eru þetta bara ekki en ein mistökin hjá Hönnu, flestir hljóta að sjá að landamæraeftirlit á Schengen svæðinu heldur hvorki vatni né vindi.

Óli Már Guðmundsson, 24.11.2015 kl. 00:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, það má minna Hönnu Birnu á nýjustu samþykkt Landsfundar XD að þörf er á endurskoðun Schengen.

Ívar Pálsson, 24.11.2015 kl. 00:09

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er ólíklegt Ivar að samstarfinu lyki með úrsögn úr Schengen.EES-löndin hljóta að viðurkenna neyðarástand meðan þessi ósköp vara a.m.k.Við Íslendingar eigum frelsi okkar undir því að líta ástandið alvarlegum augum og vera viðbúin.

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2015 kl. 00:11

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Tekur einhver mark á því sem Hanna Birna er að blaðra, ég efast stórlega að hún hafi nokkra hugmynd um Schengen.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.11.2015 kl. 03:14

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Heilaþvottavélar hryðjuverkamanna og ESB hjarðarinnar fá liðveislu hjá einfeldningum.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.11.2015 kl. 07:35

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er ekki fulllangt gengið að kenna Hönnu Birnu um illt gengi Schengen?

Ekki trúi ég öðru en að hægt se að halda uppi samstarfi milli lögregluembætta landanna þótt landamæraeftirlit sé eflt. Upplýsingabankinn hlýtur að vera til staðar nú þegar. 

Ragnhildur Kolka, 24.11.2015 kl. 09:37

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Illt gegni Schengen er auðvitað ekki Hönnu Birnu að kanna. En illskiljanlegt er af hverju hún telur kostina svo mikla þegar t.d. Interpol stjóri til 14 síðustu ára segir Schengen ekki virka, frekar en nokkur sem horfir raunsætt á málið.

Ívar Pálsson, 25.11.2015 kl. 00:04

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka fyrir að þú svaraðir fyrir mig Ívar, eg er sammála þér.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.11.2015 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband