Mbl.is með kolefnisgjalds- herferð

CO2 peningarEinhliða „frétt“ mbl.is um kosti kolefnisgjalds en ekki galla er eins og beint upp úr Fréttablaðinu. Gildar ástæður liggja fyrir því að þetta spillingargjald er ekki lagt á og siðfræði þess er afleit. Þar er gömlum kolaverksmiðjum í raun borgað fyrir kvóta sinn en t.d. Ísland með 99% rafmagns- framleiðslunnar úr endurnýjanlegri orku ætti að geta lifað á því að selja kvóta ef eitthvert vit væri í þessu.

Skammtað á fundum

Pólitíkusar um heiminn (t.d.ESB) ákveða hver fær hvað í Matadornum, t.d. Pólland skorið niður við trog og síðan pota klíkukarlar á kolefnisfundum sínum „rétti“ að. Menn fara að borga bændum við miðbaug fyrir að kveikja ekki í skógum sínum, sem þeir eiga hvort eð er ekki að gera. Þetta er óendanleg hringavitleysa og dæmigerð um það hve langt Evrópukrata- ídealistar ganga til þess að seilast til valda.


mbl.is Kolefnisgjald ekki á dagskránni í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband