40.000 manns í sjálfs- upphafningu

VedurstjornunFyrr má nú vera! Fulltrúar á loftslagsráðstefnu telja sig geta breytt heimsveðrinu á áratugum og stillt það af upp á gráðu. Þeir fá síðan blaðamenn til þess að skrifa svona dæmalausan texta athugasemdalaust, um það hvernig þau séu að bjarga heiminum. Ekki nema von að þau verði síðan fyrir vonbrigðum. Hér eru brot úr texta mbl.is: 

¨Verk­efni full­trú­anna er langt í frá ein­falt; að bjarga mann­kyn­inu frá hörmu­leg­um af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga og á sama tíma að verja þrönga eig­in­hags­muni.  ...við erum að fást við ákv­arðanir sem gætu varðað líf eða dauða fyr­ir millj­ón­ir manna. Als­herj­ar­sam­komu­lag um að forða jörðinni frá verstu af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda reyn­ist hand­an seil­ing­ar í Kaup­manna­höfn. Þar stend­ur yfir ein mik­il­væg­asta lofts­lags­ráðstefna SÞ til þessa, þar sem samn­inga­menn munu freista þess að smíða sam­komu­lag sem miðar að því að halda hlýn­un und­ir 2 gráðum.¨


mbl.is Blóð, sviti og tár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það er hinn ágætasta skemmtun að fylgjast með "fréttaflutningum" frá þessari samkomu............

Jóhann Elíasson, 11.12.2015 kl. 13:52

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tekur einhver í alvöru mark á þessari vitleysu?

Ég veit að þetta verður notað sem afsökun fyrir allskyns álögum, svo það er víst að a.m.k eitthvað af ráðpamönnum þykist trúa þessu.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2015 kl. 17:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er nú meiri hræsnin og blekkingin, þarna í Páfans Franska "Paradís".

Lengi getur vont versnað, á margvíslegan hátt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2015 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband