72,5% með flugvellinum

FlugfelagIslStuðningsmenn flugvallarins í Vatnsmýri eru 2,63 sinnum fleiri en andstæðingarnir. Þessi stuðningur nærri þriggja af hverjum fjórum landsmönnum sem afstöðu tóku verður aðeins túlkaður sem skýr stuðningur við veru vallarins og að best sé að snúa sér að öðrum þarfari málum, frekar en að reyna að snúa út úr þessum niðurstöðum.

Yfirgnæfandi stuðningur

Síðan kemur Heiða Kristín Helgadóttir í sjónvarpið með þá snilli að stuðningurinn sé að breytast og að það vanti valkosti! Ef stuðningurinn breyttist í núverandi stöðu þá er enn vitlausara það sem hún studdi, aðgerðir Dags og félaga til að bola neyðarbrautinni burt þegar andstaðan var enn meiri en nú, sem er yfirgnæfandi. Heiða Kristín lætur eins og fólk þekki ekki málið og valkostina, þegar flestum virðist ljóst að það er enginn kostur að leggja völlinn niður, enda verður hann ekki fluttur.

 

 


mbl.is Stuðningur við flugvöllinn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðin mun ekki líða það, að Reykjavíkurflugvöllur leggist af.

Aftur á móti er "Björt framtíð" á góðri leið með að leggjast af, og það er hið ágætasta mál.

Og eins og hinn kaldhæðni Benjamin Constant sagði á næstsíðustu öld: "Maðurinn flýr fortíðina með gleymsku sinni og þykist eiga framtíðina vegna fávizku sinnar." *)

*) Cít. í Frá slökunarstefnu til samkomulags. Áhrifin af hruni kommúnismans, e. Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belgíu. Varðberg, 1990, s. 37, þýð. Þýðingarþjónustu Boga Arnars.

Hér væri reyndar gaman að þýða þetta svona:

Maðurinn flýr fortíðina með gleymsku sinni

og þykist eiga framtíðina með heimsku sinni!

Alla vega er það nógu kaldhæðið!

Jón Valur Jensson, 4.2.2016 kl. 02:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Maðurinn flýr fortíðina með gleymsku sinni

og þykist eiga framtíðina í heimsku sinni!

Jón Valur Jensson, 4.2.2016 kl. 02:51

3 Smámynd: Arnar Guðmundsson

Það er ekkert til sem að færa flugvöllinn. Annaðhvort verður hann þarna og þá helst eins og hann er nú, til að koma að fullum notum, og svo hitt að hann verði aflagður. Púnktur! „Innanlandsflug“ frá Keflavík er hægt að setja á teikniblað en markaðslega virkar það ekki. Jafnvel þó menn tali um hraðlest milli Kef og Rvk. - Rvk þarf að kaupa upp hlut ríkisins af Reykjavíkurflugvelli ásamt eigum ríkisins þar og jafnvel þáttökukostnað í uppbyggingu á nýjum stað. Er Reykjavíkurborg með svo sterka fjárhagsstöðu að standa undir því? Ef eitthvað er að marka fréttir er svo sannarlega ekki, svo að skynsamlegra væri að einbeita sér að því landi sem borgin á og er tiltölulega einfalt að vinna.

Arnar Guðmundsson, 4.2.2016 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband