Pólitíkus eða veðurstofustjóri

NASA jordinFrétt Alþjóða- veðurfræði- stofnunarinnar um loftslagið sýnir glöggt hvernig pólitíkin fór með vísindin. Nú fullyrðir forstöðumaðurinn án nokkurra refja að ástand heims- veðursins sé eins og það er vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Enginn vafi, engin hugsanleg hlutföll, bara bein yfirlýsing um orsök heimsveðursins. Sólin, sagan, vatnsgufan, virkni úthafanna og allt hitt sem hefur áhrif á þessa flóknustu jöfnu sem til er kemur málinu ekki lengur við. Hversu óvísindalegir geta menn orðið?

Loftslags- vísindasamfélagið

Síðan má sjá hvaða samfélag þetta hefur áhrif á: Samfélag loftslagsvísinda (-fólks). Nú veltir maður fyrir sér hvort kosið verði pólitískt í stöður hjá Veðurstofu Íslands, ef yfirlýsingagleði opinberra aðila verður álíka hér og erlendis. Eða eru kannski allir orðnir samdauna í loftslagsboðskapnum, Gott fólk?

“The alarming rate of change we are now witnessing in our climate as a result of greenhouse gas emissions is unprecedented in modern records,” said Mr Taalas.

“The startlingly high temperatures so far in 2016 have sent shockwaves around  the climate science community,” said David Carlson, Director of the World Climate Research Programme, which is co-sponsored by WMO.


mbl.is Fordæmalausar loftslagsbreytingar í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ívar. Það er ekkert að marka fjölmiðlanna sérfræðinga. Það hefur margoft sannast í opinberlega reknum fjölmiðlum.

Sorgleg bjartsýni hjá mér að ætla mér þann "lúxus", að hlusta á Bylgjuna í beinni á netinu í Reykjavík síðdegis í dag? Þar birtist nefnilega, hvorki meira né minna en sjálf ókeypis "fegurðardrottingin" Linda Pétursdóttir forsetaframbjóðandi? Fáklædd að fegurðardrottningasið. Og með heila beljuhjörð á bak við sig, og sitt draumlynda "dýraverndunar"-forsetaframboðs-embætti?

Er ekki rétt að rannsaka Bylgju-blekkingarnar, og allra annarra fjölmiðla-blekkingar? Á óháðan klíkufrían hátt?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2016 kl. 16:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er samanburðurinn við fyrri tíma - það eru einfaldlega ekki til neinar mælingar frá fyrri öldum.  Staðarmæling í milljónaborgum nútímans er ekki sambærileg við sama stað fyrir jafnvel aðeins 100 árum.  Hafi slíkar hitatölur hækkað verulega eru þær yfirleitt frekar staðfesting á mannfjölgun með sínum tækjum og tólum en "climate". 
Reyndar ætti mannkyn frekar að óttast mengunina sem fylgir mannfjölgun.

Kolbrún Hilmars, 21.3.2016 kl. 17:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hættulegustu menganirnar eru siðlausar valdagræðgihugsanir kúgandi peninga-veldisins. Fræ fær ekki að skjóta rótum, gróa og vaxa, nema það hugarfræ fái næringu og friðhelgi frá vopnakúgandi heimsveldi.

Páfinn er forsætisráðherra Vatíkansins mest valdakúgandi! Sorglegt!

Í huga og verkum hvers manns fæðist og þroskast bæði hið góða og hið illa.

Opinbera skattrekna stjórnsýslukerfið á að verja samfélögin fyrir öllu siðbrengluðu og illu?

En hvað gera svo valdamestu kauphallarspilavítis fjármálaöflin á jörðinni?

M.b.kv

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2016 kl. 18:09

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ju, Kolbrun, thaer maelingar eru til. Jardvisindamenn, sem aldrei ma hlusta a, hafa med synum ur joklum, synt fram a thad, ad arid 1000 her a Islandi, var mun heitar en i dag. Skogi vaxid fra fjalli og nidur i fjoru. Enda kemur thad fram i landnamssogum. Ekki var haegt ad kenna mannkyni um thann hita, eda hvad..? Tek undir med menguna hja ther, hana tharf ad ottast. Godur pistill hja ther Ivar ad venju.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2016 kl. 02:12

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir. Fullyrðing um að mannfólkið eitt valdi breytingum á heimsveðrinu er óvísindalegur hroki sem stenst ekk almennilega skoðun. En nú ráða þessi sjónarmið á æðstu stöðum, gagnrýnislítið.

Ívar Pálsson, 22.3.2016 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband