D+B+Viðreisn?

MMR 2016 07 25Ef niðurstaða MMR reynist rétt, þá myndu kannski Sjálfstæðis-flokkur (XD) og Framsókn bæta Viðreisn inn í hópinn eftir kosningar, en þó fengi XD aldrei leyfi til stjórnarmyndunar frá Guðna forseta nema sá flokkur væri með mesta fylgið. Því verður XD að ná eilítið hærra en Píratar til þess að geta myndað stjórn, munið það!

Viðreisn er sem betur fer orðin til, svo að aðild að Evrópusambandinu ætti ekki að trufla starf Sjálfstæðisflokksins lengur en þessi sl. 10 ár sem það tímabil stóð yfir. Birna Þórarinsdóttir er nú framkvæmdastjóri Viðreisnar, en stýrði áður Evrópustofu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar er sá Evrópusinni sem flestum dettur fyrst í hug sem slíkur. Viðreisn vill "klára samningana" við ESB. Líklegt er að krafa þess flokks yrði að þjóðaratkvæði um endurupptöku aðlögunar að ESB færi fram á næsta kjörtímabili.

En kannski voru bara flest Vinstri græn úti í náttúrunni á þessum tíma könnunarinnar og tóku því ekki þátt! Sjáum til.


mbl.is Píratar með 26,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gætir þú ekki verið sammála mér; um að það gæti verið kostur; að taka upp franska KOSNINGA-KERFIÐ  hér á landi?

=Að kjósa pólitískan forseta á Bessastaði sem að myndi leggja af stað með stefnurnar í stærstu málunum og þyrfti að standa eða að falla með þeim:

Þá myndum við leggja niður hefðbundið flokkakerfi:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2908/

Jón Þórhallsson, 26.7.2016 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband