Sjálfskipuð vandræði

Syrlenskur flottamadur700 manns erlendis af 7000 milljónum ákveða að á Íslandi geti orðið gott að búa og þar með erum við ábyrg til þess að veita þeim þá þjónustu sem þurfa þykir, með hundraða milljóna króna kostnaði á ári.

Nú hefur jafnvel Merkel Þýskalandskanslari neyðst til þess að viðurkenna að þessi opna aðferð gengur ekki upp. En ef við Íslendingar ætlum að ráða einhverjum um þetta, t.d. að taka inn Sýrlenskar fjölskyldur, þá eigum við að vinna þau mál í flóttamannabúðunum erlendis þannig að allt sé á hreinu og fólk banki ekki bara uppá hér heima og búist við vist og fæði.

En umfram allt, Ísland úr Schengen.


mbl.is „Óttumst ástandið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þá er mikilvægt að MÆLA MEÐ FOKKUM  sem að eru með slíka stefnu:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2011692/

---------------------------------------------------------------

Hver er / hvar er stefna þíns sjálfstæðisflokks í málinu?

Jón Þórhallsson, 23.9.2016 kl. 10:23

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæl Jón. Sjálfstæðisflokkurinn fer varfærnisleið í málefnum flóttamanna en mætti vera aðeins ákveðnari að mínu mati. Svo vildi Landsfundur endurskoða Schengen samstarfið, en mér finnst aðstæður vera orðnar þannig að ekki sé hægt annað en að Ísland segi sig úr Schengen, þótt það þýddi að við gætum ekki notað Dyflinnar- samkomulagið til endursendinga eins og mikið hefur verið um. Við getum vel stýrt þessu alfarið sjálf og ákveðið fyrirfram hverjir mega koma inn og ekki. 

Ívar Pálsson, 23.9.2016 kl. 14:01

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pólitíkin hefur "málað" marga óákveðna og blendna í vinstri-hægri trúnni útí horn hvað varðar flóttamannamálin. Sá flokkur sem þorir að móta sér stefnu í þeim málum - af eða á - fær atkvæðin.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2016 kl. 17:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ég líka viss um Kolbrún og veit. Allir eru hættir að taka mark á Rúv. í pólitík.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2016 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband